Alaska - 7

Total number of words is 1987
Total number of unique words is 929
32.6 of words are in the 2000 most common words
40.6 of words are in the 5000 most common words
40.6 of words are in the 8000 most common words
Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
helztu landa umþað, fremst af öllum við Ólaf. Varð niðrstaðan sú, að sent
var til Nebraska. Fóru þeir þangað Sigfús Magnússon og Jón eldri
Haldórsson, báðir greindarmenn og gætnir. Ég hélt altaf fram Nebraska fram
yfir Iowa; því ég sá þetta, að því vestar sem vér nemum land, því minna
þurfum vér að blanda oss innan um aðrar þjóðir. En það varð oss þó skjótt
ljóst, að aldrei gæti íslenzkt þjóðerni geymzt í þessu ríki heldr. Svo
fréttist nú síðar um landpláguna miklu, engispretturnar; og að öðru leyti
fullnœgði Nebraska eigi öllum kröfum. Um þetta leyti vakti vinr minn einn
og vinr Íslands hérlendr athygli mína á Alaska; ég bar málið undir aðra, og
leizt öllum vel á. Ég las bók Dalls um Alaska og leitaði allra upplýsinga,
er ég gat, um landið; kvaddi síðan landa í Milwaukee á fund og skýrði fyrir
þeim málið; stakk upp á, að velja menn þrjá til að fara og skoða landið, og
skyldi þeir gjöra það á sjálfra sín kostnað. Banð ég lið mitt þeim, er
kosnir yrðu, til að reyna fyrir aðstoð vinar míns Niles í New York, að
útvega þeim að minsta kosti létti í förinni eða fría ferð að nokkru leyti.
Var ég kosinn með öllum atkvæðum til fararinnar, og Ólafr Ólafsson og Árni
Sigvaldason voru og kosnir. Árni gat síðar eigi fárið; en við Ólafr tókum
Pál Björnsson í hans stað. Íslendingar í Wisconsin sendu þá bœnarskrá
forseta Banda-ríkjanna og báðu hann styrkja og aðstoða skoðunarför vora.
Svaraði hann því máli vel og léði oss herskip albúið í San Francisco til að
sigla á til Alaska; var það seglskip, og hafði als 18 fallbyssur og yfir
200 manna. Segir skýrsla vor að framan frá árangri ferðarinnar. Þeir Ólafr
og Páll urðu eftir á Kadíak og eru þar.--Að við, sem fórum vestr, höfum
kostað fé og tíma í förina, er varla þörf að geta. Vér hefðum eigi gjört
það, ef vér hefðum eigi haft traust á því, að við gjörðum með því þarft
verk löndum vorum. En um alt fram ber mér að geta þess, að það lítið, sem
við höfum lagt í sölurnar fyrir gott málefni, þá álítum við það ekki annað
en uppfylling ljúfrar skyldu við landa vora og þjóðerni; en hitt er meira
vert, að útlendingr, sem ekkert á að rœkja við þjóð okkar, og sem eigi
hefir aðrar hvatir haft, en göfuglyndi sitt og rœkt, er hann hefir tekið
við þjóðerni vort af því að stunda mál vort og sögu, hefir lagt miklu meira
í sölurnar, en vér, til að styðja mál vort. Það er Marston Niles (frb.
Næls), lögfrœðingr í New York og fyrrum foringi í sjóher Banda-ríkjanna,
sem ég á við; það er sami maðr, sem samdi og sendi inn á banda-þingið í
fyrra laga-frumvarpið um bóka-gjöf frá þinginu til Íslands, og peninga-
veitingu til að borga flutning þeirra. Hvað gott og gagnsamlegt, sem af
þessu má leiða, þá er það honum að þakka.
* * * *
Það eru tveir agnhnúar á Alaska sem nýlendustað, er fœra má til á móti því.
Og því er ekki að leyna, að ANNAR þeirra er mjög verulegr. Ég ætla nú að
nefna hann fyrst; það er VEGALENGDIN og þar af leiðandi HÆÐ
FERÐAKOSTNAÐARINS. Það er víst, að ætti að fara á járnbraut þvert yfir
Ameríku, og svo á gufuskipi frá San Francisco til Alaska, þá yrði ferðin um
130rd til 140rd danska fyrir alla leið frá Íslandi til Alaska; þó mætti
líklega fá hana, ef til vill, nokkru ódýrari. Þetta er óneitanlega mikill
ókostr, mesti ókostrinn og eini; því væri hann eigi, þá gæti ekki verið
augnabliks áhorfsmál að velja Alaska. En ég ætla, að kostirnir sé þó svo
miklir, að þeir ætti meira en að vega upp þennan eina ókost. Að geta haldið
þjóðerni sínu og myndað sjalfstœtt íslenzkt ríki, er svo mikils vert, svo
stór hugmynd og fögr, að 20-30 danskir dalir ættu að vega létt móti því.
Auk þessa er athugandi að þeir, sem fara til Canada eðr Wisconsin eðr
annarstaðar í ríkin hér, verða altaf að búast við að fá eigi atvinnu þegar
í stað og verða því að vera út búnir með peninga til að lifa við, ef til
vill nokkrar vikur fyrst eftir að þeir koma. En á Kadíak þufa þeir eigi að
gjalda húsaleigu; húsin standa og bíða þeirra, og það, sem mest er um vert,
þeir geta unnið fyrir sér fyrsta daginn sem þeir koma í land, og það ekki
með því að gjörast daglaunamenn annara, heldr með því, að taka björgina á
sjó eða landi.
Alt um það hefi ég gjört mér alt far um, að reyna að byggja brú yfir þessa
torfœru: ferða-kostnaðinn. Ég fór því hingað til Washington (höfuðborgar
sambandsins) til að reyna að fá aðstoð löggjafarvaldsins til að létta
ferðakostnað landa minna til Alaska eða enda flytja þá frítt. Forseti
Banda-ríkjanna og ráðherrarnir eru því hlyntir mjög; en þingið hefir verið
mjög í önnum með fjölda fyrir liggjadi eldri mála, svo að óvíst er, að
þetta mál nái að komast að á þessu þingi; en ef það kemst eigi að í vetr,
þá kemr það ásamt fleiri laga-frumvörpum að Alaska lútandi, er ég hefi fram
að leggja, fyrir á næsta þingi; og ef mér auðnast að verða hér þá aftr og
fylgja málunum (sem nauðsynlegt er hér í landi að gjöra), eða einhver betr
hœfr í minn stað, þá er eigi stór efi á, að nokkuð má vinna til léttis í
þessu efni.--En vér ættum að byrja þegar í stað, ef unt er, að flytja vestr
til Alaska, allir, sem það geta, og sem á annað borð ætla að flytja úr
landi. Því ekkert styrkir eins málið á þinginu, eins og það, að geta sýnt
þó ekki sé nema lítinn vísi til nýlendu--nokkra menn!
Hinn annmarkinn, sem talinn hefir verið á Alaska, er samgönguleysi við hin
ríkin. Þessi viðbára þýðir lítið. Fyrst og fremst er, að verzlunar-skip
kaupmanna (er verzla við ina innlendu menn) ganga nú svo oft milli Kadíak
og San Francisco, að Kakíak hefir nú eins miklar samgöngur við heiminn, og
Reykjavík hefir. Í öðru lagi gengr gufuskip frá San Francieco til Sitka í
Alaska 30. hvern dag árið í kring, og mundi það verða látið ganga til
Kadíak þegar, er þar kemr bygð hvítra manna. Auk þess ber oss að minnast
þess, að í Alaska er efniviðr nógr í skipin og nœgr eldiviðr, svo efnið
kostar ekkert; það er ekki nema verkið að byggja þau; og mundum vér þar
skjótt hafa vorn eigin skipa-stól og reka sjálfir verzlun vora.
Um verzlun á Kadíak nú er það eitt að segja, að þar eru þrjár sölubúðir; má
fá þar allar nauðsynjar víð líku verði og í San Francisco. Ég hefi lagt svo
undir við eigendr einnar af þeim verzlunum, að þeir flytji salt til Kadíak
eftir þörfum og taki fisk í verzlun sína.
Ég þykist nú hér með hafa getið kosta og ókosta allra, svo sem mér er
ljósast unt. Menn geta nú metið þá og vegið.
En vér ættum að minnast þess ávalt, að vér vinnum eigi oss að eins, heldr
framtíðinni og niðjum vorum:
"Nos numerus sumus, et fruges consumere nati."
Mér virðist það samboðið ódauðlegri veru og konungi skepnunnar, sem
manneskjan er, að skygnast svo langt fram í framtíðina, sem eðli vort og
skynsemi leyfir.--Það er kunnugt, að Kyrra-Hafs verzlunin við Japan og
Sínland er einhver in ábatamesta í heimi. Það er og víst, að sá andi sem
lifði í Íslendingum, þegar Noregs-konungr sagði um ofrhugana, er sigldu svo
djarflega í ófœru veðri: að þar sigldu annað hvort vitlausir menn eða
Íslendingar,--sá sami hugrekkis og garps andi lifir enn.[23] Og þá er slík
sjómensku-þjóð sem Íslendingar festu fót í landi, þar sem timbr kostar ekki
annað, en að smíða úr því, þá mundu þeir skjótt gerast siglinga-menn og
farmenn eins og frændr þeirra í Noregi. Noregr á nú þriðja stœrstan
skipastól í heimi. Og Íslendingar, svo vel lagaðir til sjómensku, í landi
þar sem alt, er til skipasmíða heyrir, liggr við fœtr mans, í landi, sem
liggr betr, en nokkurt annað við inni arðsömustu verzlun í heimi, í landi,
sem einmitt mundi eiga ágætasta markað fyrir alla vöru sína í Japan og
Sínlandi--þeir mundu, segi ég, þar sem svo á stendr, skjótt verða ein in
frægasta siglingaþjóð heimsins, og að líkindum með tímanum ná undir sig
allri Kyrra-Hafs verzluninni; þetta væri nœg atvinna hundruðum þúsunda,
nei, miljónum manna;--og íslenzkt þjóðerni á það, ef til vill, ólifað enn,
að bera œgishjálm yfir meginþjóðir þessa heims. Það er djarfr og fallegr
draumr, þetta! En ÞAÐ ER KOMIÐ UNDIR VESTRFÖRUM ÍSLANDS SJÁLFUM, HVORT
ÞESSI DRAUMR Á AÐ RŒTAST EÐR EIGI!
Það hlæja ugglaust mörg fífl að þessu; en heilagir spádómar, vísindi, trú,
kristindómr, já, alt, sem fagrt og satt var í veröldinni, hefir sætt þeim
forlögum, og lifir þó enn! Ég held það hafi aldrei neinn stór sannleikr í
heimi þessum verið hleginn í hel!
* * * * *
[1] Eigi má blanda þessum flóa við Chugāchik-fjörð (Ch. Bay). Sjá síðar.
[2] _Fur-seal_ heitir sú tegund á ensku, en "sæ-kettir" eftir rússnesku
máli; þeir hafa hár mjúkt sem þel, og er skinnið dýrmætt.
[3] Þá er ég kom til San Francisco frá Alaska í nóvember, voru fundnir
gullnámar all-álitlegir skamt frá Sitka (fundust í október).--J. Ól.
[4] "_Carbonate_" er samsetningr er myndast, er "_carbonic acid_" sameinast
einhverju öðru grundvallar-efni (_base_).
[5] Müller's Voyages from Asia to America, p. 45; cfr. Speech of Hon. Chas.
Sumner on cession of R. Amer. to U.S., page 4.
[6] Sjálfr reit hann nafn sitt "Voit Bering" (sjá ritlíki af nafni hans í
Æfisögum rússneskra aðmírála). Beering og Behring eru afbakanir. Bæringr er
in upprunalega norrœna mynd nafnsins.
[7] "Narrative of the voyage of H.M.S. Herald, 1845-51." By Dr. Berthold
Seemann, London, 1853.
[8] Report of Dr. Kellogg, Botanist to the U.S. Coast Survey Exploring
Party. Ho. Ex. Doc. 177, XL. Congress, II. Session, p. 218.
[9] Cfr. Report of Prof. Lorin Blodgett in the Report of House Committee on
Foreign Affairs, XL. Congress, II. Session, p. 36 & seqq.
[10] Lisiansky: Voyage round the World in the ship Neva. By Urey Lisiansky,
Captain, Russian Navy. London, 1814.
[11] Ugglaust einna menta-ríkast allra ríkja í Vestrheimi, og ættríki
fjölda af inum mestu ágætismönnum Vestrálfunnar.--J. Ól.
[12] "Og ágætismenn" mætti við bœta. Þetta er bókstaflega svo.--J. Ól.
[13] Sbr. bók Hartwigs um heimskauta-löndin, á 14. bls. í inni ensku
útgáfu. Bókin er og gefin út á dönsku.
[14] Garmarnir eru frá gull-landinu.
[15] Skýrslu um þessa ferð á ensku og íslenzku til forseta Banda-ríkjanna
samdi ég í New York 15. desbr. 1874 og fœrði hana sjálfr forseta Banda-
ríkjanna Hans Tign U.S. Grant, 19. desbr. s.á.í. Washington. Ið enska
frumrit hennar lét innanríkis-ráðherrann prenta að boði forsetans: "Report
of the ICELANDIC Committee from Wisconsin on the Character and Resources of
ALASKA. Washington. Government Printing Office. 1875." (Einnig prentað í
"N.Y. Herald," 21. des. 1874.)--J.Ól.
[16] Ið annað félag, sem hefir verzlun á eyjunni, er "Sherpser & Co."; þeim
er illa við alla nýlendustofnun, óttast þeir að innlendir menn verði þá
mentir og eigi eins auð-rúnir gemlingar.--"Alaska Commercial Co." hefir
sýnt sig vingjarnlegt og velviljað og eins ís-félagið. J.Ól.
[17] Grjót á Kadíak er mestmegnis metamorfiskt, trachýtskt og chloritskt
töflugrjót með æðum af kvarzi. _Tertiary_ sandsteinn eðr móberg með
steingjörvingum í finst og. J.Ól.
[18] Uppruni orðsins bendir á þetta; af "heima" kemr "heimskr" og
"heima-alningr," þ.e.: sá, er fátt hefir séð.
[19] Sbr. "Om Friheden. Med Hensyn til danske Forhold" í "Nyt dansk
Maanedsskrift" 2. árg. (fyrirsögnin eftir minni).
[20] Gefr honum "MENTEM SANAM IN CORPORE SANO."
[21] "Montani semper liberi" = Jafnar eru fjallbúar frjálsir. Orðtak. (Haft
í skjaldmerki Vestr-Virginíu).
[22]
"Nescio qua natale solum
dulcedine cunctos
trahit et immemores
non sinit esse sui."
[23] Það var á þessari öld að Svarti-Pétr (próf. við hásk. í Höfn) sagði,
er hann sá ofrhuga leika sér á skautum á Eyrarsundi utar, en alla aðra, þar
sem ísinn var svo veikr, að díjaði undan: "Det er enten én fra gale-
anstalten, eller en islandsk regentsianer" (þ.e.: "það er annað hvort
einhver af vitlausra-spítalanum, eða íslenzkr stúdent!")

You have read 1 text from Icelandic literature.
  • Parts
  • Alaska - 1
    Total number of words is 4345
    Total number of unique words is 1629
    29.0 of words are in the 2000 most common words
    38.0 of words are in the 5000 most common words
    38.0 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 2
    Total number of words is 4450
    Total number of unique words is 1704
    29.6 of words are in the 2000 most common words
    36.4 of words are in the 5000 most common words
    36.4 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 3
    Total number of words is 3239
    Total number of unique words is 1265
    32.6 of words are in the 2000 most common words
    41.1 of words are in the 5000 most common words
    41.1 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 4
    Total number of words is 4397
    Total number of unique words is 1649
    31.0 of words are in the 2000 most common words
    39.7 of words are in the 5000 most common words
    39.7 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 5
    Total number of words is 4944
    Total number of unique words is 1798
    29.1 of words are in the 2000 most common words
    37.9 of words are in the 5000 most common words
    37.9 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 6
    Total number of words is 4867
    Total number of unique words is 1673
    27.1 of words are in the 2000 most common words
    35.4 of words are in the 5000 most common words
    35.4 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 7
    Total number of words is 1987
    Total number of unique words is 929
    32.6 of words are in the 2000 most common words
    40.6 of words are in the 5000 most common words
    40.6 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.