Alaska - 5

Total number of words is 4944
Total number of unique words is 1798
29.1 of words are in the 2000 most common words
37.9 of words are in the 5000 most common words
37.9 of words are in the 8000 most common words
Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
ágúst-mánaðar. Vetr sagði hann oss væri talinn að byrja í miðjum nóvember,
eða enda 1. nóv., og endaði í miðjum marz eða í marz-mánaðar lok. Eigi kvað
hann nú annað rœktað við Nikulásar-vígi, en kartöflur, kálhöfuð og aðra
garðávexti; væri engin tilraun gjörð með annað. Naut voru þar og voru vel
útlítandi. 40 mílum sunnar sagði hann væri bygð sú, er hann nefndi
Noodshick; mun það vera Munina öðru nafni; þar kvað hann rúg yrktan.--Rússi
þessi var í húsi hjá sœnskum Finna og konu hans. Þeir eru gullnemar báðir
og eru komnir til að ransaka gullnámana í Kaknu-fljóti, er rennr rétt hjá
Nikulásar-vígi, og einkum, hvort eigi muni meira gull í legi árinnar uppi í
fjöllum. Finni þess hafði komið í haust eðr sumar, er leið. Hann hafiði
farið upp um fjöll á Kenai-skaga; hann sagði, að þá er hann fór ofan eftir
ánni á skinnbát, hefði verið svo fult af laxi í henni, að bátrinn hefði
sumstaðar mist skrið í torfunum. Áin kemr úr inu mikla stöðuvatni, er
kallað er Skillokh. Wilson, sem þó gerði sér far um, að draga úr öllum
kostum landsins, sagði oss, að hann hefði eittsinn á minna en klukkustund
stungið 63 laxa í ánni; og inn stœrsti 95 pund, en meðalvigtin upp til hópa
varð 51¼ pund. Rússinn (Tom Jones) sagði land-gœði miklu betri í Noodshik.
Finninn (Fred. Holm) sagði að uppi í fjallinu hefði gras verið víða á
brjóst upp og í öxl, og sumstaðar meira en hæð hans.--Við áttum kalda nótt
í einhýsinu. Næsta morgun kl. 6½ ,
föstud., 16. okt., var 26° á Fahr. (-2.7 R.) inni þar sem við sváfum, en
18° Fahr. (-6.2 R.) úti. Við fórum og hittum leiðsögumann vorn, og lögðum á
stað austr með ánni, en þó nokkuð frá henni. Var land fyrst stórhæðótt og
óslétt og þakið þykkum skógi; jarðvegr var mosakendr og graslítill, en
talsvert af lyngi og buska. Trén eru allhá, sum um 80 fet og yfir það og 2
fet og meira að þvermáli. Þá er við höfðum gengið 4 eða 5 mílur komum við
að mýrar-flóum skóglausum. Eigi var þar grasmikið, en þó var vatnið eigi
djúpt; jarðvegr var 8 til 12 þuml. djúpr, ef til vill sumstaðar dýpri.
Auðsætt er af landslaginu að þessar mýrar má vel skera fram allar, og mundi
þar þá grasvöxtr góðr. Við gengum nokkrar mílur út í mýrarnar og snérum þá
við; var vatn tekið að dýpka og fœrð að verða ill.--Á heimleiðinni fórum
við norðar og því um lengra veg gegn um skóginn; gjörðum við bál í skóginum
og tókum miðdegisverð. Mestr viðrinn í skóginum var skrúðfura; þó var
nokkur pílviðr og baðmr. Meiri var undirskógr þar, en verið hafði þar er
við fórum um morguninn; mosi var og minni; en þó var lítið um gras, og
gróðr allr mjög fábreyttr. Nóttin var mjög köld.
Laugardaginn, 17. okt, kl. 6½ um morguninn, var 16° Fahr. (-7.1 Réaumur)
úti. Þennan dag gengum við norðr á við, og gengum enn í gegn um skóg; hér
voru tré stœrri, undirskógr jafnmeiri, jarðvegr þurrari, mosaminni og
grasgefnari, en í austr frá víginu. Vér beygðum út úr skóginum niðr til
strandar; þar var rjóðr og gras hátt. Vér gengum niðr í fjöruna og svo inn
fjörur unz vér komum að lœk þeim eðr á, er Salamākha heitir. Eftir eitthvað
7 mílna gang gjörðum vér bál og tókum snœðing og hvíld. Þá snérum við aftr,
en eigi sama veg; gengum við upp úr fjörunni sunnan við lœkinn; var þar
stórt rjóðr og mikið gras; enda þótt grasið væri þá sölnað tók það oss í
brjóst og sumstaðar vel það. Gengum við nú gegn um skóginn nokkrar mílur,
áðr við snérum út úr til sjávar og niðr í fjörur. Bakkarnir eru hér
fjarska-háir. Skoðuðum við jarðlögin í bakkanum og var efst fúið jurta-efni
um fet eða 1½ fet á dýpt; þar undir kom svört mold og blandin ofr
smágjörðum sandi; það lag var 6 þuml. til 1 fet á dýpt; þar undir er lag af
rauðbrúnum límkendum leir, ljósari en kaffibrúnum; þar undir kemr sandr
sams konar og er í fjörunni; þar undir er oftast sandberg eða móhella, og
þar undir deigulmór; deigulmór er mjög blandaðr innan um öll lögin meira og
minna og milli þeirra. Víða fundust merki til kola og surtarbrands, en
hvervetna í mjög þunnum lögum. Bakkinn var hér margar mannhæðir. Síðan
gengum við heim yfir fjörurnar.
Sunnudag, 18 okt., var veðr kalt og ilt og snjófall talsvert; kom enginn
bátr í land. Vér héldumst eigi við í húsi voru, en gengum í ina fornu
virkisbygging. Þar var gamall ofn brotinn; og gjörðum við eld í honum,
matreiddum rjúpur handa oss, sem bezt við kunnum, og hituðum te-vatn.
Á mánudag fórum við á skip út; var þá snjóbleyta, dimt og ilt veðr. Á
sunnudags-nóttina höfðum vér mist eimbát vorn; hafði hann sokkið í
sjógangi; en eimvélin var laus í honum, og hvolfdi hann henni úr sér, svo
við héldum bátnum, en mistum vélina.
Bezta landið við Cooks-flóa virðist vera með ströndunum fram, og aftr fyrir
ofan mýrlendið, næst fjöllunum og uppi í þeim. Mýrarnar má þurka með því að
skera þær fram. Minna undirlendi er vestanmegin flóans, og er það
sameiginleg ætlun vor allra, að þar muni heldr betra land. En eigi var oss
kostr yfir um að fara eftir að vér mistum eimbátinn. Als konar dýr eru í
fjöllunum: björn, refr, land-otr, hermelín, mörðr og safali, o.s.fr.
Alit vort á landinu við Cooks-flóa er, að það mundi víðast vel fallið til
bygðar fyrir Íslendinga; en að það sé þó eigi hentugr staðr til að BYRJA
nýlendustofnun á. Byrjunin yrði þar erviðari fyrir frumbýlinginn, en á
Kadíak. Laxveiðin yrði að vera aðalbjargræði nýlendumansins, áðr hann fengi
ágróða af jörðinni; en til að hafa þeirrar veiðar full not ætti nýlendumaðr
að koma þangað í apríl eða maí. Í öðru lagi, þó að eigi sé efi á að
kvikfjárrœkt og akryrkja hljóti vel að gefast með tímanum þar, þá þarf þó
jörðin undirbúning af manna höndum áðr en mikils árangrs verðr vænzt. Sumur
verða hér afar-heit, þó stutt sé; mælt er að Fahrenheit hafi komizt yfir
100 mælistig (yfir 30° á Réaumur); en á vetrum koma grimdir miklar (alt að
-40° Fahr., þ.e. -32° Réaum.). 6 feta snjór kvað falla á láglendinu, en 12
til 14 feta á fjöllum.
Kenai-skagi og öll löndin kring um Cooks-flóa eru líka svo lítt kunn enn,
og þarf að kanna þau gaumgæfilega, til að kynnast öllum kostum og ókostum
þeirra. En þetta mundi skjótt verða, er bygð mentaðra manna kemr á Kadíak.
Suðr- og austr-strönd Kenai-skaga er metamorfisk; ströndin austanmegin
flóans fram með Chugachik-firði og norðr að Kaknu-fljóti er _tertiary_, og
eru þar kola-námar. Fyrir norðan Kaknu-fljót finst deigulmókent töflugrjót
með æðum af gullblöndnum diorit.
Eftir 3 daga ferð komum vér inn 24. október til
_Kadíak._
Eftir miðdegisverð fórum við í land og hittum tollheimtumann stjórnarinnar-
Sendi yfirforingi skipsins einn af undirforingjum í land með oss ásamt
bréfi til tollheimtumans, til að tjá honum vort erindi og biðja hann að
vera oss innan handar.
Tollheimtumaðr skýrði oss frá, að eigi væri tiltök að fara nú yfir þvera
eyna, eins og vér höfðum ætlað oss; væri hætta að ganga langt á land upp,
helzt fylgdarlaust, sakir veiði-véla inna innlendu manna. Eru það bogar
þeirra, er svo eru kœnlega faldir, að stundum falla þeir sjálfir í þá, er
lagt hafa. Bjarnar-bogar meiða menn stundum til dauðs.--Hann sýndi oss garð
sinn, og hafði hann rœktað þar hvítkál, næpur og rófur af ýmsum tegundum,
grœnkál, salat, redikur, kartöflur og margt fleira. Kartöflurnar voru
stórar og góðar. Hvítkálið var fullþroskað og væn kálhöfuðin, og hafði þó
eigi sáð verið til þeirra fyrri en í ágúst, svo líklegt er að tvær
uppskerur mætti af þeim fá á sumri.--Stjórnin á mörg hús á Kadíak; eru það
forn herforðabúr Rússa, og ýmis hús, er höfð voru til bústaðar fyrir
foringja þeirra, embættismenn og hermenn; stendr það nú autt alt. Við
fengum að velja úr þeim hvert, er við vildum, til bústaðar fyrir þá af oss,
er eftir kynnu að verða. Rússneskir hituofnar eru í flestum þeirra, en eigi
eldstó nein,--Mikið lét tollari yfir ómensku og leti innlendra manna; kvað
þá betligesti tíða, en þó versna hvívetna, er þeim væri nokkru vikið. Eigi
lofaði hann kaupmenn mikið; enda ljúka flestir upp um þá einum munni. Þó
hefir verzlunarstjóri Commercial-kompanísins reynzt oss í öllu vel. Hann
heitir Smith og er rússneskr gyðingr.[16] Þetta var á laugardag að við
komum, og fórum við til skips aftr um kvöldið.
Sunnudag, 25. okt., vórum við á skipi til kl. 3. e.m. að við fórum í land
og höfðum vistir með oss. Gengum við austr í holtin um kvöldið með axir
vorar og hjuggum við til eldsneytis. Við bjuggumst svo um í húsi voru.
Mánudag, 26., var rigning og ófœrt út að fara. Héldum vér kyrru fyrir, nema
hvað einn af oss (P.B.) gekk niðr á bryggju-sporða og dróg þorska úr sjó
til matar.--Eigi þarf annað, ef mann langar hér í fisk, en að skreppa ofan
á bryggju-sporð og sœkja hann með fœri sínu; má beita hverju því, sem rautt
er, reyktum laxi eða rauðri klæðispjötlu.
Þriðjudaginn, 27. okt., var þoka um morguninn og ýrði úr lofti með köflum
fyrra hlut dags. Við Ólafr og Páll fórum upp eftir fjallinu fyrir ofan
bœinn, en eigi þó upp á háfjallið, og inn eftir því til vestrs og suðrs uns
vér komum í dal einn, er gengr til vestrs (og norðrs). Dalrinn er eigi
allvíðr, hæðóttr og tjarnir á milli í lautum, og lœkir margir smáir. Á rann
eftir dalnum (_English River_). Birkirunnar voru hér og hvar í dalnum, en
eigi annar skógr; en grösugr er hann, og hæðir allar þaktar grasi og lyngi
og ýmsar tegundir berja á því; sunnan til í honum er vatn eigi all-lítið.
Við tókum dagverð á hól einum og nefndum Dögurðar-hól, en dalinn Dögurðar-
dal. Eigi gengum við inn í botn hans. Við gengum síðan út fjörur og komum
heim kl. 4. e.m.
Ég, Jón Ólafsson, gekk beint upp á fjallið að krossmarki því, er reist er á
hæð einni, og svo vestr eftir háfjallinu og upp á hæsta hnjúkinn, síðan
vestr og nokkuð norðr á við yfir fjallið; þar er það flatt fyrst, en svo
ýmist hæðir eða djúpar lautir; gekk ég svo unz vötn féllu til vestrs; þá
var niðaþoka; en ég hafði með mér áttavita, er Páll átti. Ég fylgdi
lœkjargili niðr af fjallinu og niðr að sjó; þá er ég gekk niðr hlíðarnar
rofaði upp í svip, og sá ég í fjörðinn og sýndist hann ganga frá norðri (og
austri) til suðrs (meira en vestrs). Þess ber að gæta við áttavita hér, að
_declination_ nálarinnar er í St. Paul á Kadíak vel 26°; er norðr þeim mun
austar, en nálin vísar til. Ég gekk lítið eitt með sjó fram til suðrs, og
kom ég því innar á fjallið er ég kom til baka aftr, en ég hafði áðr verið.
Síðan kom ég niðr af fjallinu og kom niðr í fjörur, skamt fyrir innan St.
Paul. Fjörðr þessi hefir verið Marmot-fjörðr. Þá var af nóni, er ég kom
aftr. Gekk ég því aftr upp á fjall til norðrs, og kom þar til, er ég sá
yfir fjörð og gekk þar niðr að sjó; mun það verið hafa botninn á Devils
Bay, er vér síðar nefndum Króksfjörð; síðan gekk ég sama veg til baka. Hæst
á fjallinu, er upp á það er komið, er sumstaðar bert, melar eða
klappir,[17] en þó víðast lyng, en gras, þegar er niðr dregr beggja vegna.
Skógr er minni norðanmegin á fjallinn, en birkirunnar víðast í lautum og
með giljum fram. Bláber voru svo mikil uppi á fjalls-brúnum, að eigi varð
um gengið nema troða á berja-torfum í hverju spori; einnig voru þar ýmsar
aðrar berja-tegundir. Gras var kafgnœgt hvervetna, er niðr af blá-brúnum
dróg. Þá er upp rofaði sá ég af háfjallinu austr á Skóg-ey (_Spruce
Island_) og suðr á Viðey (_Woody Island_) og eyjarnar í kring. Það hygg ég,
að þá er veðr er bjart og gott, sé þaðan af fjallinu svo fögr útsjón, sem
mannlegt auga má líta. Ég kom niðr að St. Paul laust fyrir miðaftan.
Miðvikudag, 28. okt., gengum við norðr og austr á tanga þann, er gengr út
frá bœnum. þar er alt þakið skógi stórum og víða jarðvegr grasi vaxinn
milli trjánna; gnœgð er þar og tjarna og stöðuvatna. Vér gengum út á odda
til sjóvar og snérum þá inn í skóginn aftr, en snérum til norðvestrs.
Skógrinn er hér geysi-þykkr og stórvaxinn og víða fögr rjóðr og grösug, en
hvervetna tjarnir og lœkir með köldu, svalandi, góðu vatni. Við gengum þar
til, er við komum til _Devils Bay_ (Djöfuls-fjarðar); skýrðum við hann um
og kölluðum Króks-fjörð. Vér gengum inn með firði; þar er grösugt mjög
milli skógar og sjávar, og land ið frjósamasta og fegrsta að sjá. Er það ið
björgulegasta land, er við höfum enn séð í landi hér. Vér sáum norðr yfir
Skógey. Hinu megin fjarðarins og inn með honum var lítill skógr að sjá, en
alt grösugt, fjöllin há og grasi þakin upp úr gegn; fjörðrinn er
tiltakanlega víkóttr og krókóttr.--Vér snérum svo heim yfir hálsana, og
komum heim í myrkrí að St. Paul, kl. 7½ e.m.
Fimtudag, 29. okt., var rigning mest af; en er upp rofaði um hádegisbil,
fórum við á bát út með landi svo sem mílu og höfðum eitt fœri með oss.
Drógum við á skammri stund 19 þorska, 1 grjót-þorsk (_rock-cod_) og 1
smálúðu.
Föstudag, 30. okt., fórum við Jón og Páll á báti út um eyjarnar inar
smærri, er liggja fyrir utan St. Paul; eru þær sumar þaktar smáum skógi, en
sumpart grösugar með tjörnum og lœkjum; allar eru þær byggilegar og
björgulegar. Síðast fórum við yfir á Viðey, hittum formann ísfélagsins og
höfðum tal af honum. Hann hefir 5 hesta og tvo múla; sáir hann höfrum og
þroskast þeir því sem næst; en eigi er mikil rœkt við þá lögð; eru þeir
eigi þresktir, heldr skornir sem hey handa hestunum, svo sem siðr er til að
gjöra í California. Við gengum suðr eftir eyju og þar inn í skóginn og
lengi gegn um hann, unz hann varð svo þykkr, að okkr þótti torfœrt lengra.
Undirskógr er þar meiri, en nokkurstaðar annarstaðar er vér höfum hér
komið, og skógrinn sjálfr geysi-stór. Mældum við digrð á mörgum trjám, er
voru tvo feðminga ummáls og talsvert þar yfir; hæðin gizkum við á að verið
hafi að minsta kosti 100 fet. Þetta, voru skrúðfuru-tré. Þá er við komum
aftr, skoðuðum við ísvatnið og sögunar-mylluna, er þar er; komum síðan við
í leiðinni á skipinu, og fengum vistir í viðbót við það, er vér höfðum áðr
fengið og þá var mjög upp gengið.
Ég, Ólafr Ólafsson, fór þennan dag upp á fjall og inn eftir háfjallinu til
suðvestrs. Þá var veðr bjart og útsýni ið fegrsta yfir firði, dali og
eyjar. Ég sá suðr yfir flóann, og sá, að inn úr honum ganga þrír firðir og
dalir af fram til fjalla, eigi langir, að því er ég fékk séð. Fjöll vóru há
til lands að sjá og luktu fyrir dalina; voru sum þeirra með snjósköflum í;
heldr virtust þau ógreið til yfirgöngu. Gróðr á fjöllum þeim, er ég fór
yfir, var líkr því, er áðr er lýst.
Laugardaginn, 31. októb., fengum við bát frá skipinu með sex hásetum og
einum undirforingja. Fórum við á bátnum þvert yfir allan flóann (_Chiniak
Bay_), og lentum norðan megin á nesi því eðr skaga, er gengr út fyrir
sunnan flóann (_Cape Greville_). Við komum á land kl. 10. f.m. og gengum á
land upp vestr með vatni eðr tjörn, sem þar er fyrir ofan, er vér lentum;
vorum við varaðir við, að þar væri bogar lagðir víða um nesið og urðum því
að fara varlega og þreifa fyrir oss með löngu priki. Einn af oss (P.B.)
varð viðskila við hina og gekk vestr með strönd og til híbýla innlendra
manna, er þar höfðu stöðvar skamt frá við bogveiðar. Skoðaði hann þar um
kring, og var grösug mjög ströndin; gekk hann síðan til báts aftr og beið
hinna.
Við Jón og Ólafr beygðum suðr með vestrenda vatnsins og suðr yfir
fjallhálsinn, sumpart yfir mýrar-blár alþaktar hán grasi og sumpart yfir
lyngmóa og gegnum skóga. Gengum við yfir skagann til sjávar að sunnan.
Skógr var þéttr, en eigi stórvaxinn. Við fundum þar "cranberries" auk
annara berja-tegunda. Jarðvegr var frá 1½ til 2½ fet á dýpt, feitr og
frjór. Við gengum í kring austr fyrir háls, yfir skagann nálægt ströndinni,
og komum fyrir austrenda vatnsins austan fjörur til báts. Þá var af nóni.
Héldum svo heim aftr til St. Paul, og komum þar í svarta myrkri. Hvervetna
á skaganum voru lœkir og gnœgð ins bezta vatns.
Sunnudaginn og mánudaginn, 1. og 2. nóvember, bárum við saman dagbœkr vorar
og sömdum í hasti eftir þeim skýrslu-ágrip þetta og bjuggumst á annan hátt
til skilnaðar, er það var af ráðið að við, Ólafr og Páll, yrðum eftir á
Kadíak vetrarlangt fyrir það fyrsta, en að ég, Jón Ólafsson, fœri til baka
aftr, til að skýra frá árangri ferðarinnar og reyna að vinna hvað ég gæti í
hag þeim, er fýstust að fara vestr hingað.
Laxveiði er viðlíka góð og mikil á Kadíak eins og við Cooks-flóa, nema hvað
laxinn er hér smærri. Hásetar af skipinu veiddu um 60 laxa á svipstundu með
höndunum, því þeir höfðu engin veiðarfœri, rotuðu þeir laxinn með spítum og
skutu hann með skammbyssum, er hann óð uppi í lœknum. Gnœgð er af þorski og
heilagfiski ALT ÁRIÐ UM Í KRING.--Veiðiskapr er talsverðr á Kadíak, fuglar
og dýr. Þelselr og sæ-otr kvað fást eigi langt frá eyjunni. Að dœma eftir
loftslagi og jarðvegi verðr engin ástœða séð til, að eigi geti hér þrifizt
alt, sem þrífst og grœr í Skotlandi og á Hjaltlands-eyjum og Orkneyjum.
Beitiland og heyskaparland er hér svo gnœgt og gott, að enginn efi er á, að
Íslendingar, sem fara miklu betr með skepnur, en hér er títt, mundu verða
hér inir öflugustu fjárbœndr.
Þá er vér berum saman það, er vér höfum lesið í ritum manna, sér í lagi í
bók Dalls, um Alaska, við það, er vér höfum nú sjálfir séð og á annan hátt
kynt oss og komizt að raun um, þá verðum vér að segja, að bók Dalls er í
einu og öllu verulegu sönn og rétt lýsing landsins og auðsjáanlega ritin af
inni mestu samvizkusemi. Kadíak hefir í nálega öllu STÓRA YFIRBURÐI YFIR
ÍSLAND; SÉR Í LAGI ER LOFTSLAG MILDARA Á VETRUM, EN ÞÓ EIGI HEITARA AÐ
NEINUM MUN Á SUMRUM; SUMARIÐ ER HÉR LENGRA TALSVERT OG VETR ÓLÍKU STYTTRI.
Vér hikum því eigi við, að ráða þeim löndum vorum, er þegar eru í Ameríku,
og eins þeim, er á annað borð eru einráðnir í að flytja af Íslandi, til að
koma hingað og kljúfa til þess tvítugan hamarinn; því hér er léttara að
byrja búskap með litlum eða engum efnum, en nokkurstaðar ella, er vér
þekkjum til. Og vér gefum þetta ráð eftir ná-kvæma og samvizkusamlega
íhugun á öllum málavöxtum, í þeirri fastri sannfœring, að það verði þeim
til góðs, er því fylgja. Landið sýnist beinlínis skapað handa Íslendingum
og svarar í því efni fyllilega til allra vona vorra.
Það er sannfœring vor, að Kadíak sé betr lágað land fyrir Íslendinga, enn
nokkurt annað land, er vér þekkjum, á jörðunni.
Vér svikjum þá, er oss sendu, vér svikjum sjálfa oss og vér svikjum
sannleikann, ef vér segðum annað en vér höfum sagt.
Ritað í _Saint Paul, Kadiak Island, Alaska,_
2. dag nóvember-mánaðar 1874.
JÓN ÓLAFSSON.
ÓLAFR ÓLAFSSON.
PÁLL BJÖRNSSON.
* * * * *
UM STOFNUN ÍSLENZKRAR NÝLENDU.
* * * * *
I.
SIÐFERÐISLEGT RÉTTMÆTI VESTRFARA.
Það eru eigi svo fáir enn, sem hafa á móti útflutningi fólks af Íslandi af
þeirri ástæðu, að það sé til eyðileggingar Íslandi að fólk flytjist þaðan,
og að þeir, sem fara af landi burt, drýgi því siðferðislegt afbrot gegn
fóstrjörð sinni og þjóðerni; gengr þessi skoðun svo ríkt hjá sumum, að einn
alkunnr pólitiskr klerkr fyrir austan, sem víst þykist mikill
föðrlandsvinr, kvað hafa látið það í ljósi, að réttast væri að hýða á þingi
alla vestrfara áðr en þeim væri slept út fyrir landsteinana, og láta þá svo
fara. Því er miðr, að það eru ugglaust nokkrir á Íslandi, sem eru svo
fáfróðir og andlega blindir, að þeir kunna að álíta slík heimskuleg og
illmannleg, ókristileg fjarmæli vott frelsisanda og föðrlandsástar. Þessi
heilögu orð: "frelsi" og "föðrlandsást" eru svo herfilega misbrúkuð oft af
hálfmentuðum fáfrœðlingum og ímynduðum frelsisvinum, sem ekki hafa hugmynd
um, hvað frelsi er. En svo er guði fyrir þakkandi, að hann skóp þó ekki tóm
fól og afglapa, heldr einnig skynsamar verur; og þeir, sem hafa stundað
politisk vísindi og HUGSAÐ slík málefni í þeim tilgangi einum, að leita
sannleikans, en eigi látið sér nœgja, að læra utan að orðagjálfr, sem þeir
skildu eigi sjálfir til hálfs, þeir inir sömu munu sjá, að slíkar skoðanir,
sem prests þessa, eru eigi sprotnar af sannri og réttskildri frelsisást,
heldr af inu skaðvænlegasta mentunarleysi og af inum rammasta ófrelsisanda;
þeir munu skilja, að þeir sem mest fyrirlíta þjóðerni vort, rétt og frelsi,
eru eigi hálft svo skaðvænir þjóð vorri og frelsi hennar eins og slíkir
prestar, sem þessi. Vér sjánm við þeim, er ganga skýlaust í berhögg við
oss; en síðr við þeim, er þykjast fylgja vorum merkjum, en vinna í rauninni
alt oss til meins. Þeir, sem trufla og rugla hugmyndir alþýðu um sannleik
og lygi, rétt og rangt, þeir eru vorir verstu óvinir; því þeir eyðileggja
það, sem er grundvöllr, og einasti fastr grundvöllr ALS frelsis, nl. mentun
og réttlætis eða siðferðis-tilfinningu þjóðarinnar.
En það eru líka aðrir og heiðarlegri menn, sem eru móthverfir útflutningi
fólks. Ástœður þeirra eru að mestu inar sömu; en þeir skoða þó eigi
vestrfara sem afbrota-menn, heldr að eins sem "týnda sauði." Þeir eru of
skynsamir og réttsýnir menn, til að vilja berjast móti vestrförum með öðrum
vopnum, en þeim, er ein hœfa mentuðum og ráðvöndum mönnum, nl. andans
vopnum. Þeir sjá, að laga-bann og hegningar mundu eigi stöðva útflutning,
heldr gjöra ilt verra, og að eina ráðið til að stöðva hann, er að bœta hag
fóstrjarðarinnar. En þeir álíta það þó illa gjört af mönnum, að fara úr
landi burt. Hér til liggja nú mörg andsvör. Sum þeirra hœfa bezt inum fyrr
nefndu mönnum, sum inum síðar nefndu, og sum báðum. Vona ég, að hvorir um
sig taki sitt til sín; en sér í lagi bið ég ina síðar nefndu, ina einlæegu
og heiðarlegu mótstöðumenn útflutninga fólks, að taka sér eigi til af því,
er ég kann hér að segja það sem þeir finna þeir eiga ekki, og sem því eigi
er til þeirra miðað.
Það á að sýna skort á þjóðernisrœkt, að flytja af landi, að sumir segja. En
það kemr nú undir því, hvort þeir, sem af landi flytja, leggja niðr
þjóðerni sitt, eðr þeir halda því og hasla því nýjan völl í heiminum. Það
mætti svara því, að frelsið væri meira vert, en þjóðernið. En ég vil svara
því, að ættjarðarást og þjóðernisást geta stundum komið í bága hvor við
aðra. Ef forfeðr vorir hefðu elskað ættjörð sína (Noreg) meira, en frelsi
og þjóðerni, þá væri þeirra þjóðerni dautt og dottið úr sögunni fyrir
löngu; þá væri tunga þeirra og þjóðerni, sem nú lifir hvergi nema á Íslandi
(því Norðmenn týndu því fyrir konungsvaldinu og útlendri kúgun), afmáð úr
sögu heimsins.
Því spyr ég: hvort munu feðr vorir hafa elskað meir, jörðina, er þeir
fœddust á, ættjörðina, eðr þjóðerni sitt og frelsi, er þeir flýðu eignir og
óðul, til að firrast yfir-gang konungsvalds og harð stjórnar, en endrreisa
eitt fagrt musteri frelsisins í fjalldölum Íslands? Eigi var Ísland þá
fóstrjörð þeirra, heldr var það Noregr. En fóstrjörðina flýðu þeir, til að
sjá því borgið, er meiru varðaði og þeir unnu öllu öðru fremr, en það var
frelsið og þjóðernið. En eigi hefi ég enn vitað neinn slá þann pústr á
nasir sjálfum sér, að leggja landnámsmönnum ámælisorð á bak fyrir þetta, að
þeir fluttu þjóðerni sitt og frelsi í þann reit, þar er það mátti bezt
blómgvast og sem því varð þeim sann-nefndr "sælunnar reitr."
Eigi þótti það heldr í þá tíð "óþjóðlegt" né óálitlegt fyrir einstaka menn
að fara utan. Í þann tíð voru það inir göfugustu menn af inu bezta kyni,
menn með lifandi tilfinning fyrir frelsi og óhá, með fjörugri lífsterkri
löngun á að kynnast háttum og hugum heimsins þjóða, og með brennandi áhuga,
þori og þreki til frægðar og frama, er leituðu ungir úr foreldra-húsum til
að freista hamingju sinnar og afla sér frama víða um lönd; þóttu þeir af
því ágætir drengir, en sá "heimskr,"[18] er heima ólst. En nú virðist svo,
sem sumum af prestunum í inu pólitiska kreddu-musteri Íslands þyki það
órækastr vottr um föðrlands-ást og ágætast einkenni ungra efnismanna heima,
að leggjast í öskustó og draga annað auga í pung, svo ekkert megi þeir sjá
né vita af heiminum í kring um sig, en einblína hinu auganu á golþorskinn,
er oss Íslendingum var einhverju sinni settr til virðingar í danska
ríkismerkinu, og kyrja svo í sælli sjálfs-aðdáun: "Ísland er það bezta
land, sem sólin skín upp á!" með eins dogmatískri trú, eins og uglan hefir
á því, að tunglið sé bjartara en sólin. Og eigi er þetta undarlegt, því svo
mun láta nærri, sem nokkrir Íslendingar muni síðan 2. ágúst í fyrra verða
allnæmir á að falla fram og tilbiðja inn pólitiska, hvíta, danska kross á
rauða grunninum; og skyldi mig eigi undra þótt slíkir klerkar, sem sá, er
áðr var getið, hefði þá það prédikað, að eigi mundi hann síðr ljúfr og
léttbær, en krossinn Kristí, eigi sízt þeim, er þá auðnaðist, að hljóta
annan á brjóst til að halda jafnvæginu.--Nú þykir mér það þó einsætt, að
eigi verði með rökum móti því borið, að í því sé fróðleikr nokkur og
lífsreynsla, að fara víða með þjóðum, sjá margt og reyna lífið í sem
flestum myndum, nema rit og mál merkismanna, dauðra og lifendra, kynnast
því, er merkt er og mikils vert á ýmsum stöðum heimsins, og, ef svo mætti
segja, "mæla við Míms höfuð." Þykir enn mega sannast ið fornkveðna, að "sá
einn veit, er víða ratar og hefir fjöld um farið," hafi hann greind og gáfu
til slíkt að nýta. Er og eigi því að leyna, að Íslandi má sómi verða og
gagn í góðum sonum erlendis, er flytja hróðr þess til fjarra landa. Þetta
sýna bezt in útendu blöð, og sá sómi, er ýmsar erlendar þjóðir sýndu landi
voru á þúsund-ára-hátíð þess.--Eftirtektavert er það og, að þessir miklu
"föðrlandsvinir" heima ámæla aldrei þeim löndum vorum, er flytja til
Danmerkr og lifa þar alla æfi, svo sem vorum merka og fræga þjóðhöfðingja
Jóni Sigurðssyni! En ef hann og aðrir ágætismenn breyta eigi "óþjóðlega" í
því, að flýja fóstrjörð sína, hví skal þá leggja vestrförum ámæli á bak?
Eða munu þeir, þessir heima-öldu föðrlandsvinir, ætla Danmörku fóstrjörð
Íslendinga eins vel og Ísland? Eðr mun göfugra að ala aldr sinn hjá kotþjóð
einni lítilli og vesallegri og ómerkri, sem Danir eru, en að dvelja með
inum göfugustu og merkilegustu höfuðþjóðum? Sumir munu nú svara, að þeir
hafi eigi á móti því, að einstakir fáir menn flytji úr landi; en það sé
útflutningr FJÖLDA manna, er þeir hafa á móti; það sé slíkir útflutningar,
er Íslandi verði mein að. En ég sé eigi það bœti málstað þeirra. Ef þeir
viðrkenna siðferðislegan rétt einstaklingsins, til að flytja af landi, þá
hafa þeir engan rétt til að ámæla fjöldanum. Ef EINN einstaklingr hefir
þennan rétt, þá hefir HVER EINN einstaklingur, þ.e. ALLIR einstaklingar
þann sama rétt; hér er um PRINSÍP að tala! Það er ranglátt að gjöra einum
hærra undir höfði en öðrum.--En um það, hvort Íslandi verði skaði að
útflutningi, er annað mál. Ég ætla það liggi í augum uppi að svo geti eigi
verið. Enginn sá, sem getr jafnauðveldlega unnið sér brauð heima, eins og
erlendis, mun þaðan fara, ef hana á undir frelsi og réttlæti að búa. En
geti Ísland eigi veitt öllum börnum sínum það (--og það gjörir það
eigi!--), þá er það eigi skaði þess, að þau börn, er útundan verða, létti á
því ómegðinni; þá rýmkar um hina, sem eftir eru. Meðan Íslendingar hafa ráð
á að myrða mikinn fjölda ungbarna sinna árlega, eins og þeir vitanlega
gjöra með vanhirðu og óþrifum, þá hafa þeir hvorki ástœðu né rétt til, að
hafa á móti, þó nokkrir fari burt úr landinu á annan hátt, þ.e. ómyrtir.--
Norðrlánda-þjóðir eru annars svo frjósamar, sér í lagi Íslendingar, að
þjóðin getr tvöfaldazt á hálfri öld, þrátt fýrir það þó mörg hundruð flytti
úr landi árlega, EF BJARGRŒÐISVEGIR LANDSINS EFLAST SVO, að þeir HVETJI TIL
slíkrar fjölgunar og LEYFI hana. Það sýnir Noregr, sem sendir um 13 000
manna árlega til Ameríku, og þó hefir fólkið meira en tvöfaldazt heima í
Noregi á 50 árum. 1814 voru Norðmenn 800 000 að tölu; nú eru þeir 1 800
000, og þó um 500 000 að auki í Ameríku.--En svo er um suma þessa
stokkhörðu föðrlandsvini, að vísi maðr þeim til dœma annara þjóða, t.d.
Noregs, þá leggja þeir augun aftr og vilja eigi sjáandi sjá né heyrandi
heyra, hversu útflutningar hafa einmitt eflt og styrkt framfarir og frelsi
þess lands, í stað þess að veikja það. Að vísa slíkum mönnum til rita inna
merkustu nútíðar-vitringa og þjóðmegunar-frœðinga, er til einskis, því svo
er várið pólitískri mentun þeirra, að þeir hafa numið þá frœði, er í gildum
stóð 1836 til 1848, en hafa aldrei lengra komizt, þótzt hafa gleypt allan
heimsins vísdóm, og dagað svo uppi sein steingjörvingar eða nátt-tröll, er
blinduðust af uppruna þeirrar saltvíkr-týru, er brá döpru skini yfir
danskar sálir 1848. Þeir þekkja eigi og vilja eigi um vita neitt það, er
síðan hefir gjörzt í stjórnvísindum, þjóðmegunarfrœði eðr öðrum
heimspekilegum frœðum.
Ég vil enn framar spyrja: Ef Íslendingar geta flutt til þess lands, þar sem
þeir og niðjar þeirra um ókomnar aldir geta haldið tungu og þjóðerni, og
You have read 1 text from Icelandic literature.
Next - Alaska - 6
  • Parts
  • Alaska - 1
    Total number of words is 4345
    Total number of unique words is 1629
    29.0 of words are in the 2000 most common words
    38.0 of words are in the 5000 most common words
    38.0 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 2
    Total number of words is 4450
    Total number of unique words is 1704
    29.6 of words are in the 2000 most common words
    36.4 of words are in the 5000 most common words
    36.4 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 3
    Total number of words is 3239
    Total number of unique words is 1265
    32.6 of words are in the 2000 most common words
    41.1 of words are in the 5000 most common words
    41.1 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 4
    Total number of words is 4397
    Total number of unique words is 1649
    31.0 of words are in the 2000 most common words
    39.7 of words are in the 5000 most common words
    39.7 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 5
    Total number of words is 4944
    Total number of unique words is 1798
    29.1 of words are in the 2000 most common words
    37.9 of words are in the 5000 most common words
    37.9 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 6
    Total number of words is 4867
    Total number of unique words is 1673
    27.1 of words are in the 2000 most common words
    35.4 of words are in the 5000 most common words
    35.4 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 7
    Total number of words is 1987
    Total number of unique words is 929
    32.6 of words are in the 2000 most common words
    40.6 of words are in the 5000 most common words
    40.6 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.