Alaska - 4

Total number of words is 4397
Total number of unique words is 1649
31.0 of words are in the 2000 most common words
39.7 of words are in the 5000 most common words
39.7 of words are in the 8000 most common words
Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
mikla, að þó ég hafi rit annara til að fara eftir í þessu efni, þá er svo
margt, sem mönnum ber eigi saman um í inni vísindalegu kennig um uppruna
jarðlaganna, myndun þeirra og aldr, að eigi verðr skynsamlega dregið saman
úr því neitt ágrip, nema maðr hafi nœgilega þekking á jarðarfrœði
(_geology_), til þess að meta sjálfr rökin og gjöra sér glöggva hugmynd um
efnið sjálfr; en kunnátta mín í þessu efni er sára-mögr; og mér er ekki um
gefið að hætta mér staflaust á hálan ís, og reyna að kenna öðrum það, er ég
hefi eigi glögt skyn á sjálfr; hafði ég og það ætlað, að ég skyldi ekkert
það fullyrða í þessu kveri, er ég væri eigi sannfœrðr um sjálfr.
Svo mikið er víst, að endr í árdaga hefir verið miklu heitara á jörð vorri
en nú er; þá hafa grös og tré gróið í heimskauta-löndunum og dýr lifað þar,
sem nú lifa og þróast að eins í tempraða beltinu og hita-beltinu. Finnast
leifar þeirra nú steingjörðar. Þetta var áðr eignað því, að jarðhitinn
hefði þá verið meiri; en nú þykjast menn vita að sú tilgáta sé hégómi.
Sumir hafa sagt, að t.d. fílar þeir, er leifar hafa af fundizt í Síberíu,
gæti hafa borizt norðr þangað í sjóflóði, en hefðu aldrei lifað þar. En í
Alaska finst slíkr urmull af leifum fíla og annara slíkra dýra innan um
leifar af gróðri (_vegetation_) sem samsvarar eðlisháttum þeirra og að öðru
leyti á þeim stöðvum og í því ástandi, er fullkomlega sýnir, að slík dýr
hafa lifað þar, og gróðr jarðar og loftslag vorið þar eftir. Síðan hefir
komið tímabil, þá er kuldi var miklu meiri á jörðinni, en nú er; þá hefir
allr norðrhluti Ameríku verið þakinn einlægum jökli, svo sem Grœnland er
nú; síðan hefir aftr orðið mildara, og er svo nú á jörð vorri.--Vísindin
hafa enga skýlausa fullnœgjandi úrlausn enn á því, hvað valdið hafi þessum
breytingum á loftslagi. Ein in nýjasta og, að mér virðist, sennilegasta
getgáta þessu viðvíkjandi er sú, er Dr. Oswald Heer hefir fram sett. Dr.
Heer kvað hafa ransakað steingjörvinga ins heita tímabils gaumgæfilegar en
nokkur annar jarðarfrœðingur fyrr eða síðar. Hans kenning er þessi:
Það er stjörnufrœðingum kunnugt, að sólkerfi vort gengr í afarstórum hring
um einhvern fjarlægan miðpunkt, og að það kemr þannig ávalt inn í nýtt og
nýtt rúm; oss ber frá ókunnu rúmi, og oss kastar inn í ókunnugt rúm; en það
vitum vér með óyggjandi vissu, að sólkerfi vort er sem stendr í rúmi í
himingeiminum, sem er strjál-bygt af stjörnum. Það er engin ástœða til að
efast um, að sólkerfi vort hafi einhvern tíma gengið í gegn um eitthvert af
þeim héröðum himingeimsins (ef svo mætti að orði komast), sem vér sjáum í
sjónglerum að eru miklu þéttskipaðri af stjörnum, en það rúm, sem sólkerfi
vort er í nú sem stendr. En allar þessar stjörnur eru skínandi sólir, og
inn meiri eða minni fjöldi þeirra hlýtr því að hafa nokkur samsvarandi
áhrif á hita loftsins í rúminu umhverfis þær í himingeiminum. Vér getum
þannig ætlað, að á heita (_miocene_) tímabilinu hafi sólkerfi vort verið í
rúmi í himingeiminum, sem var þéttskipað stjörnum, og hafi þannig jörð vor
orðið aðnjótandi heitara loftslags, er þar af leiddi, svo að jafnvel löndin
við heimskaut hennar fengu gróðr þann, sem nú finst að eins um miðbik
hennar. En sól vor hélt á fram sinni óstöðvandi rás og fylgdi henni allr
hennar herskari af plánetum, og svo sem aldir liðu fram, bar sólkerfi vort
inn í ný héruð í himingeiminum, er voru þunnskipuð mjög af stjörnum og því
köld; það olli því, að eftir MIOCENE-tímabilið kom ísöldin eða ið kalda
tímabil; en sólkerfi vort hélt á fram, og loks kom það í rúm í
himingeiminum, er var þéttskipaðra stjörnum en ið síðasta, en þó
þunnskipaðra en það, er það hafði fyrst í verið, og þar sem hitinn því var
í meðallagi milli þess, er verið hafði á inum fyrri tveim tímabilum, og á
þessum stað er það nú sem stendr, og af því leiðir loftslag það, er nú er á
jörðinni.[13]
En hversu sem er nú um þetta alt, þá er það víst og vafalaust, að jöklarnir
í Alaska eru alt af að mínka og loftslagið að verða þurrara og heitara.
Hver sem orsökin er, þá er þetta svo ljóslega reynt og auðsætt, að það er
hafið yfir allan efa; svo þó menn gefi lítið út á allar getgátur
vísindanna, þá verða menn þó að játa, að reynslan er ólygin.
Það þykir nú engum efa bundið, að alt Alaska (og eyjarnar) fyrir vestan
150° v.-l. fr. Gr. sé að hefjast og hækka smátt og smátt; sama er að segja
um austrstrendr Síberíu; og ið sama virðist eiga sér stað að minsta kosti í
öllum austrhlut Bærings-hafs og Bærings-sunds og enda norðr í Íshaf, að
sjóinn er að smágrynna. Er það þannig eigi ósennileg spá, að sá tími geti
komið, þó fjarri sé, ef til vill, enn, að Ameríka og Asía vaxi saman að
norðan, og yrði þar þá efni í allra-fallegasta landa-þrætumál handa
einhverjum ókomnum þrándi vefara til að skera úr, því eigi mundi af veita
"tólf-kónga-viti" til þess!
Eldfjöll eru mörg í Alaska, en mörg eru nú útbrunnin, og sýnist þeim altaf
vera að fækka. Um 50 eldfjöll hafa gosið þar síðan Rússar námu landið; en
nú eru að eins 11 þeirra, er eigi eru álitin út brunnin.
Jarðskjálftar eru tíðir, en engar sögur eru af, að þeir hafi nokkru sinni
verið svo miklir að neitt hafi kveðið að þeim; þeir eru rétt svo, að þeir
merkjast. Þeir eru ávalt að verða fágætari og fágætari ár frá ári. Helzt
verða menn þeirra varir í október. Það varð vart við einn ómerkilegan í
Viðey (við Kadíak) meðan við dvöldum þar (í lok október-mánaðar 1874).
Hverar eru ótalmargir í Alaska; er hiti þeirra ýmislegr; sumir eru að eins
94° Fahr. (+27° 5 Réaum.); aðrir eru 167° F. (+60° R.) og ef til vill þar
yfir. Sumir þeirra eru sagðir "nálega jafnir inum stœrstu og merkustu
hverum annarstaðar í heiminum."
* * * * *
Kol finnast mjög víða í Alaska, en beztir eru þó námarnir við Cooks-flóa.
Kolin eru hér frá _miocene_-jarðmyndun (_tertiary_) eins og flest kol í
vestrhlut Ameríku. Flest kol af þeirri myndun eru rýrari, en þau kol, er
kölluð eru "_carboniferous_." Taflan hér á eftir sýnir gœði þeirra í
samanburði við önnur kol í Vestr-Ameríku og við beztu "_carboniferous_" kol
í Pennsylvania og á Englandi:
------------------------------------------------------------------------
Stöðvar. |Vatn- |Fast | Skjót-|Aska. |Brenni-| Einkunn.
| sefni.|kolefni, | brenn.| |steinn.|
| |(carbon.)| andi | | |
| | | efni.| | |
------------------------------------------------------------------------
CARBONIFEROUS. | | | | | |
Pittsburgh, | 2.34 | 55.82 | 34.31 | 7.16 | ? |Bituminous.
Pennsylvania | | | | | |
Ormsby, | 4.00 | 66.56 | 26.93 | 2.50 | ? |Bituminous.
Pennsylvania | | | | | |
Kentucky | 2.00 | 56.01 | 37.89 | 4.10 | ---- |Cannel.
Lehigh, | 2.34 | 88.05 | 2.94 | 6.66 | ---- |Anthracite.
Pennsylvania | | | | | |
Newcastle, | 0.99 | 61.70 | 33.55 | 3.75 | 0.23 |Bituminous.
England | | | | | |
------------------------------------------------------------------------
CRETACEOUS | | | | | |
Nanaimo, | 2.98 | 46.31 | 32.16 |18.55 | ? |Lignitic.
Vancouver Island.| | | | | |
Bellingham Bay | 8.39 | 45.69 | 33.26 |12.66 | ? |Lignitic.
Mount Diabolo, | 14.69 | 46.84 | 33.89 | 4.58 | ? |Lignitic.
California, | | | | | |
beztu svört | | | | | |
demants-kol | | | | | |
------------------------------------------------------------------------
MIOCENE TERTIARY | | | | | |
Goose Bay, | 20.09 | 41.98 | 32.59 | 5.34 | ? |Lignitic.
Oregon | | | | | |
Carbon Station } | 11.60 | 51.67 | 27.68 | 6.17 | 2.90 |Lignitic.
(Pacific-járnbr)} | | | | | |
Weber River } | 9.45 | 26.21 | 58.32 | 3.64 | 2.40 |Lignitic.
Cook's Inlet, | 1.25 | 49.89 | 39.87 | 7.82 | 1.20 |Lignitic.
Alaska | | | | | |
------------------------------------------------------------------------
Þessi tafla sýnir betr, en nokkur lýsing, að kolin við Cooks-flóa eru betri
en öll "miocene" eða "cretaceous" kolin í Vestr-Ameríku; hún sýnir og að
kolin við Cooks-flóa innihalda að eins 0.37 hundruðustu pörtum minna af
brennanlegu efni og að eins 0.66 hundruðustu pörtum meiri ösku, en góð,
"bituminous" Pittsborgar-kol, og er það meira en unnið upp aftr við það, að
Pittsborgar-kol innihalda 1.09 hundruðustu pörtum meira af vatni. Í kolunum
við Cooks-flóa er og minna af brennisteini en í beztu kolum við Kyrra-Hafs-
brautina, og vatnsefni þeirra er minna, er nokkurra annara kola í Ameríku,
sem töflur taka yfir.
En þess ber að minnast, að verð kola liggr eigi eingöngu í gœðum þeirra. Sé
kolalagið minna, en 3 feta þykt (af hreinum kolum), þá eru þau einskis
virði til verzlunar, og svarar þá að eins kostnaði að hafa þau til
heima-brúkunar. (Kolalögin við Cooks-flóa kváðu vera 3 til 7 feta þykk);
fjarlægð frá markaði, ástand og lengd flutnings-vegarins, ýptin ofan á
þeim, og margt fleira hefir áhrif á verð þeirra og verðr að taka þetta alt
til greina.
Eigi er annað auðið að sjá, en að kola-námarnir við Cooks-flóa muni vel
borga fyrirhöfnina við að vinna þá; en að hve miklu leyti, verðr reynslan
að sýna. Þeir hafa eigi verið svo kannaðir til hlítar enn, að um það verði
sagt með vissu; en vel er af þeim látið.
Rafr finst víða í kola-lögunum, saman með surtarbrandi. Það er algengt á
Alíaska-skaga, finst og á Kadíak og víða í Alaska; sumstaðar mikið af því.
Steinolía (_petroleum_) hefir fundizt í Alaska. Finst hún fljótandi í
þykkri brá ofan á vatni einu nálægt Katmai-vík á Alíaska-skaga, gagnvart
Kadíak-ey. In "specifiska" vigt hennar er 25° (Beaume); hún er alveg
lyktarlaus og ágætr áburðr á verkvéla-málm óhreinsuð, eins og hún finst.
Það er enda sagt það megi brenna henni óhreinsaðri.
Hvítr marmari finst við Sitka, góð tegund og dýrmæt.
Gull og silfr finst í Alaska, en smátt er um það, að því er menn enn þekkja
til. Silfrið er oft blandað saman við kopar. Gull hefir fundizt víða, meðal
annars í Kaknú-fljóti við Cooks-flóa og á Kadíak; en eigi hefir það þótt
vera svo mikið, að borgaði að verka það. En athugandi er að enginn
praktískr gullnemi hefir enn reynt það né ransakað; svo lítið er um það
kunnugt.--Töflugrjót, sumt með æðum af kvarz, finst á Kadíak.
Kopar finst á ýmsum stöðum; en ugglaust er mest af honum við Attu- eða
Kopar-fljót, sem fyrr er um getið í kveri þessu. Þar hlýtr að vera
fjarska-mikið af honum.
Blý hefir fundizt nálægt Sitka, og líka skamt frá St. Paul á Kadíak; en að
eins er það lítið eitt.
Járn finst víða, en hvergi svo, að menn ætli það borgi sig að vinna það.
Graphit hefir fundizt á Kadíak, á Alíaska-skaga og víðar.
Brennisteinn finst víða gnœgða-gnógur; meðal annars kvað hann hafa fundizt
á Kadíak (?). Fyrir brennistein mundi góðr markaðr í California og víðar á
Kyrra-Hafs-ströndum.--"Nitrum" finst og í Alaska.
Ýmsir aðir málmar finnast í Alaska, þótt hér sé eigi nefndir.
Landið má enn heita alveg ókannað að kalla, og enginn kann að segja, hver
óþrjótandi uppspretta af málmum þar kann að felast. Jarðlögin og myndunin
benda til, að Alaska muni auðugt land af málmum.
Ýmsir gimsteinar finnast og þar í landi; má þar til nefna amethyst, zeolit,
tourmalin, spinel, kristall o.m. fl. Sagt hefir verið að demant hafi
fundizt á Únga; en það kvað eigi satt vera. Ýmsar marmara-tegundir finnast
allvíða.
Ís hefir lengi verið verzlunarvara þaðan. Á vatni einu í Viðey (Woody
Island) við Kadíak er ís skorinn; þó er það stundum í góðum vetrum, að
ís-uppskeran bregzt. Ís hefir og tekinn verið úr jöklunum á suðr-
ströndinni. Árið 1868 var fluttr til San Francisco ís fyrir $28 000. Eigi
hefir eftirsókn eftir ís vaxið að mun síðustu árin. En enginn efi er á, að
selja má mikið af ís í Mexico og Suðr-Ameríku og eins í Asíu, ef hann væri
þangað fluttr. Eins og nú stendr er ís fluttr frá austustu ríkjunum í
Ameríku til Indlands og Sínlands í Asíu; er það vegr miklu lengri, og
lengri ferð gegn um heit lönd, og hlýtr því flutningr að verða dýrari og
meira að spillast á leiðinni, en ef flutt væri frá Alaska. Er því efalaust,
að ísverzlun getr orðið mikil auðsuppspretta fyrir landið, ef einhverjir
koma til að nota sér það.
* * * * *
VI. KAFLI.
FISKIVEIÐAR.
Meðal allra þjóða eru miklar fiskiveiðar álitnar einhver in ríkulegasta
auðs-uppspretta og velmegunar.
Fiskiveiðar Breta er mælt að séu virði 25 miljóna dollara árlega.
Fiskiveiðar Frakka eru virði $3 000 000 árlega, og fiskiveiðar Ameríku-
manna við austr-strendrnar á álfunni virði $2 000 000 árlega.
In ýkja-mikla gnœgð fiskjar við strendr Alaska vakti þegar forundran inna
fyrztu ferðamanna, er þar komu, og allra síðan til þessa dags. Billing,
Cook, La Perouse, Lütké, Lisiansky, Belcher, Sir George Simpson, Davidson
og Dall hafa allir borið vitni um inn ótrúlega aragrúa af þorski, laxi,
heilagfiski og síld, er fylli höfin umbergis Alaska. Fiskr hefir jafnan
verið aðalfœða innlendra manna. Veiðiskapr, eða tilburðir til að hagnýta
sér þessa óþrjótandi auðsuppsprettu, er þó enn í fyrstu bernsku.
Sjófiska-tegundir eru helztar: þorskr, heilagfiski, síld, "tom"-þorskr,
"úlikon" og "mullet."
Af þorski er mest, og hann er sá sjófiskr, sem mest er verðr. Hann veiðist
á 25 til 50 faðma dýpi því nær alstaðar, og víða má veiða hann af klöppum
við fjöruborðið. Beztu veiðistöðvar eru kring um Kadíak-eyjar, Shumagin-
eyjar og Aleuta-eyjar. Grunnin, þar sem fiskr veiðist hér, eru miklu stœrri
en við Nýfundna-land (New Foundland) og Ísland til samans; og
veiðistöðvarnar við Alaska eru svo langstœrstar og beztar af öllum
veiðistöðvum á hnettinum, að eigi kemr til samanburðar við neitt annað.
Beztar veiðistöðvar eru við Shumagin-eyjar.
Fram til síðustu tíma var fluttr fiskr frá veiðistöðvum í Atlantshafi til
San Francisco. Árin 1863 og 1864 var flutt um 500 "tons" hvort ár til
California frá Atlantshafi.
Fiskimenn frá California hafa veitt:
1 skip 1864, 120 "tons" eða ............ 40 000 fiska.
(6)? skip l865, 523 "tons" eða ....... 249 000 fiska.
18 skip 1866, 1614 "tons" eða ......... 706 200 fiska.
23 skip 1867, 2164 "tons" eða ........ 947 264 fiska.
Meira en helmingr þessa fiskjar veiddist við Shumagin-eyjar. 1869 veiddust
1 082 000 fiskar, og sé lítið í lagt hafa þeir vegið að minsta kosti 3½
pund (enskt) hver að meðaltali; og kalli maðr pundið eigi meira vert en 5
cent, þá gjörir þetta þó $189 350 í gulli. Nú er fiskrinn að skifta um veg
og fer nú aðra leið, er hann ferðast á þurru landi, en áðr; því nú er farið
að flytja hann FRÁ San Francisco og TIL Atlants-hafs. Í april, maí og júní
1868 voru flutt 47 000 pund af fiski og 17 tunnur af tunnu-fiski frá San
Francisco til New York. Á sömu mánuðum var fluttr frá útlöndum inn til
Ameríku fiskr fyrir $119 127, og sýnir það að nokkur markaðr er enn í
Ameríku fyrir fisk. Auk þess selst fiskr í Japan og Sínlandi og víðar í
Asíu, og firni gætu selzt í Mexico og Suðr-Ameríku, þar sem svo mikið er af
kaþólsku fólki. Engin skortr er á beitu í Alaska. Hingað til hefir verðið á
góðum fiski í California verið frá 13 til 7½ cent í gulli fyrir pundið; en
líklegt er að verðið lækki nokkúð, er aflinn vex. Þó ber þess að gæta, að
Íslendingar gætu ugglaust selt fisk þar betr en aðrir, því enginn kann í
Ameríku að verka salt-fisk hálft svo vel sem þeir. Fiskimenn frá California
eru þollausir og heimtufrekir við gjafarann allra góðra hluta; þeir vilja
grípa upp miljónir á svipstundu[14]; ef það tekst eigi, eru þeir hlœgilega
vanþakklátir. Það er einkennilegt að sjá aðra eins þráðfrétt og þessa í San
Francisco-blaði: "San Francisco. Skip komandi: Skonnortan N.N. með 35 000
þorska; lætr dauflega af aflanum!" Þorskrinn veiðist ALT ÁRIÐ UM Í KRING.
Heilagfiski er smávaxnara vestr í eyjum, heldr en við Sitka og strendrnar
þar eystra; þar vega meðal-lúður 300 til 500 pund.
Síldin er sams konar og in norska síld; kemr hún á vísum tíma ár hvert, en
stendr skamma stund við. 1. júní koma hafþök af henni, og má ausa henni á
land eins og maðr vill í hálfan mánuð. Það er kýmin aðferð, sem innlendir
menn hafa til að veiða hana, og bendir það á hver ógrynni af henni eru.
Þeir hafa aflangt skaft úr tré og reka í gegn um það þrjá nagla oddhvassa;
slá þeir skaftinu niðr í sjóinn, og er fágætt ef eigi stendr síld á hverjum
nagla. Einn maðr fyllir hœglega bát sinn á minna en klukkustund með þessum
útbúnaði!
"Mullet" er laxtegund, er í sjó lifir og að eins í norðrhöfunum.
"Tom"-þorskr heldr og til í norðrhöfum; hann er góðr til beitu.
"Úlikon" er merkilegr fiskr, lítill, silfrgljár á lit, venjulega um 14
þumlunga að meðallagi á lengd. Hann er við strendr Bretlands-eigna og
syðsta part af Alaska-ströndum. Vertíðin fyrir þennan fisk byrjar 20. til
25. marz og stendr yfir um 3 vikur. Lýsi hans er mjög ágætt. Hann er svo
feitr, að hann verðr eigi geymdr í vínanda til vísindalegrar skoðunar. Þá
er hann er þurkaðr, má hafa hann fyrir kerti; þarf ekki annað en kveykja á
sporðinum, og brennr hann þá eins og kerti. Engin lýsing getr gefið hugmynd
um þann ógrynnis-fjölda sem af honum er, þá er hann gengr upp í lœkina og
árnar; vatnið sýnist bókstaflega lifandi eins og velli í potti. Villidýr
taka nœgju sína til átu af honum þannig, að þau slæma hramminum í vatnið og
ausa honum upp á jörðina.
Af vatna-fiski í Alaska eru laxinn og hvítfiskrinn merkastir; auk þeirra er
"losh" eðr "burbot," "pike" (langa?) og "sucker."
Af laxi og silungi er ótal tegunda. Af handa-hófi má nefna _Salmo
orientalis_, _Salmo proteus_, _Salmo alpinus_ og rauðfiskinn (_Salmo
sanguineus_). Það þykir lágt í lagt, að telja að innbornir menn í Alaska
veiði tólf miljónir laxa á ári. Að eins á Kadíak og við Cooks-flóa er veidd
hálf miljón árlega. "Öll mannleg mælska þrýtr og málin vantar orð" til að
lýsa fjölda laxins í Alaska. Ógrynni laxíns eru þar svo, að ég get ekki
gefið lesandanum betri hugmynd um það með öðru, en því, að segja að það sé
meira en nokkur getr gjört sér hugmynd um, nema hann sjái það. Ég verð að
játa, að ég gat ekki ímyndað mér annað, en að sögurnar um þetta væru ýkjur,
þangað til ég sá það með eigin augum. Við Cooks-flóa er MEÐALVIGT laxins 50
til 60 pund; það eru reglulegar stórskepnur!
Hvítfiskr er, einkanlega norðan til, nærri eins gnœgr og laxinn.
Ég sleppi hér að minnast inna annara tegunda af fiski, þar ég ætla nóg sagt
til að gefa lesandanum hugmynd um auðlegð Alaska í þessu tilliti.
Skelfisks-tegundir als konar (nema ostrur), krabba og múslinga er nálega
alstaðar að finna.
Eigi skal heldr meira en að eins geta inna miklu hvala, rostunga og sela
veiða, er nemr miljónum dala árlega.
* * * * *
VII. KAFLI.
LOÐSKINN, DÝRAVEIÐAR OG FLEIRA.
Loðskinn frá Alaska hafa verið fræg um allan heim í meira en öld. Saga
loðskinna-veiðanna er saga landsins. Þau voru nálega eina orsökin til þess,
að landið hefir verið að nokkru kannað; þau hafa verið ið eina, er hingað
til dróg hvíta menn þangað, þótt fáir hafi verið. Þetta er inn eini
bjargræðisvegr, er kalla má að verið hafi að nokkru hagnýttr; og inn
feyki-mikli ágóði af loðskinnunum hefir dregið svo gjörsamlega alla
eftirtekt og ástundun til sín, að engu öðru hefir verið skeytt að neinu.
Þau hafa verið gullnámr Alaska. Skinna-takan hefir verið drifin af þeirri
áfergju og fyrirhyggjuleysi, að hún hefir stórum rýrnað, en er þó enn
gullnámum dýrmætari; en auðgefið er að vernda hana með skynsamlegri
lagasetning, og er nú verið að reyna það.
Til auðveldara yfirlits skal hér fyrst nefna þau loðskinna-dýr, er í sjó
lifa; en það er þelselrinn (_Callorhinus ursinus_) og sæ-otrinn (_Enhydra
marina_).
1. _Sæ-otr og þelselr._
Rússar nefna sæ-otrinn sæ-bjór. Sæ-otrinn er stór skepna; skinnið er mjúkt
og dökkt, en löngum hárum hvítum í broddinn skýtr út í milli og eykr það
fegrð skinnsins. Feldr af vöxnum sæ-otri er um 6 feta langr og 4 feta
breiðr.--Sæ-otrinn er rotaðr, en eigi má skjóta hann, því það fœlir hann.
Áðr var gnœgð af sæ-otrum alt frá Kamchatka og hringinn í kring með
ströndunum alt suðr að syðri hlut California. Nú veiðast fáeinir við
Kamchatka, um 5 eða 6 þúsund við Katrínar- og Alexanders-eyjar og þar á
milli, en varla neitt að ráði sunnar.
Sæ-otrskinn kostaði fyrrum $200.00 til 500.00, en þau hafa nú fallið í
verði, og kosta nú um $100.00. Aleutum eru borgaðir $20.00 í gulli eða
vörum fyrir gott skinn. Ég sá þó skinn á Kadíak, er eigandinn vildi ekki
selja fyrir $400.00 til 500.00; hann hafði gefið $20.00 fyrir það.
Þelsela-veiðin var fyrr meir minna um verð, en sæ-otra-veiðin; en nú er hún
í raunini miklu meira verð. Nú er það á Pribyloff-eyjum (Girgis-ey og
Páls-ey) að mestallr þelselr er veiddr. Þelselrinn er náskildr sæljóninu;
mynda þau til samans ættflokk þann, er _Otariidæ_ nefnist á lærðu máli, en
það þýðir eyrnaselir; þau hafa útvaxin eyru og þríklóa hreifa, og eru
þannig auðgreind frá hárselnum (_Phocida_). Aleutar veiða þelseli svo, að
þeir reka þá á land upp, og geta tveir menn rekið 4 eða 5 hundruð eins og
sauða-hjörð; jafnótt og hver þeirra þreytist, er hann rotaðr. 1868 voru
þel-skinn verð $7.00 í gulli óverkuð í Lundúnum. Meðalverðið mun vera frá
$7.00 til $5.00. Aleutar fá $0.35 fyrir hvert skinn!
Þó það sé fróðlegt í sjálfu sér, að lýsa þessum dýrum smásmuglega, þá er
hér eigi rúm til þess, enda varða þau oss hér eigi svo miklu.
2. _Land-dýr._
In helztu land-dýr, er dýrmætir feldir fást af, eru þessi: refir, merðir,
"mink," bjórar, otrar (land-otrar), "lynx," svarta-birnir og "wolverine."
Þessi dýr veiða innlendir menn í tréboga (slagboga, fellu). Auk þessa eru:
"whistler," bjórbróðir, hreindýr, villi-sauðfé, geitr, úlfar (í norðr-
Alaska), moskus-rottur og hermelín; eru skinn þeirra nokkurs virði, þó eigi
sé það að telja í samanburði við hin.
Flest af þessum dýrum finnast á Kadíak og við Cooks-flóa. Fleiri orðum skal
eigi um þau eyða.
3. _Fleira bjargræði._
Sæljónið (_Eumetopias Stelleri_) og rostungrinn eru og mikilsverð dýr. Af
þeim getr húðir, lýsi og tennr. Árlega vinnast um 100000 pund rostungs-
tanna. Bustirnar og gallið af sæljóninu er og fémætt. Sínverjar kaupa það
og gefa vel fyrir; hafa þeir bustirnar fyrir tannstöngla, en gallið er haft
til silki-tilbúnings.
Fugl og eggtekja er óþrjótandi nálega hvervetna í Alaska, sér í lagi á
öllum eyjum. Æðarvarp er víða í norðrhlut landsins; svanir, gásir og als
konar fuglar, sem nöfnum kann að nefna; eru yfir 200 ýmislegar
fuglategundir í landinu.--Hver vara æðar-dún, svana-dún, fiðr, vængir,
fuglshamir, egg, fugla-kjöt o.s.frv. sé, þarf eigi að segja. Íslendingum.
Enn mætti margt og margt til týna, og sumt merkilegt og mikilsvarðandi, er
telja mætti til bjargræðis í Alaska, t.a.m. þangtegundir, sem eru svo
miklar og góðar þar, að það er sumra manna mál, að hvergi í heimi muni
þangbrensla svo arðsöm, sem þar. En einhvern enda verðr hér á að gjöra; og
vona ég að ég hafi líklega ritað nóg til að gefa dálitla, en þótt
ófullkomna hugmynd um landið og kosti þess. Ég hefi lýst því þannig, að ég
skal ábyrgjast að ekkert verulegt sé mishermt; ég hefi lýst því svo, að
þeir gallar, sem á því kunna að vera, sjást eins ljóst og kostirnir. En ég
vona lýsingin beri með sér, hvort sé meira vert, kostir eðr ókostir.
* * * * *
VIII. KAFLI.
SKÝRSLA ÍNNAR ÍSLENZKU SENDINEFNDAR UM FERD HENNAR TIL ALASKA.
Landar góðir!
Vér[15] undirskrifaðir, er kjörnir vorum á fundi Íslendinga í Wisconsin til
að ferðast til Alaska, eðr sér í lagi Kadíak-eyja, til að skoða landið þar
og skýra frá, hvort það mundi eigi vel fallið til nýlendustaðar fyrir
Íslendinga, og hvort lýsing sú, er W.H. Dall hefir gefið á landinu, sé sönn
og rétt, fullnœgjum hér með loforði voru um, að skýra yðr frá árangri
ferðar vorrar, með því að gefa yðr fylgjandi skýrslu, er vér höfum í skyndi
samið í dag og sem við Ólafr og Páll felum Jóni að flytja ykkr og birta.
Eftir 24 daga ferð með stöðugu andviðri sáum vér land 9. október. Það var
Kadíak; og vorum við um hádegis-bil austr af St. Paul. Þá er við komum á
þiljur upp á laugardags-morguninn, inn 10. okt., vorum við komnir í mynnið
á Cooks-flóa og höfðum Barren-eyjar skáhalt að baki, en Elizabetar-höfða á
hœgri hönd. Fjöllin að austan voru þakin snjó á tindum, og var það gamall
snjór; sýndust oss þau mjög lík fjöllunum á Íslandi einkum á norðrlandi og
austrlandi. Vindr var á móti og urðum við að beita og gekk seigt. Merki
sáum vér til bygðar á austrströndinni, 3 timbrhús; þar voru skógar miklir á
land að sjá. Þó sýndust oss stœrri skógarnir á vestrströndinni; þar mœndi
við himin ið mikla eldfjall Iliāmna 12 066 feta hátt, og var skýkápa á
tindinum hæsta, líkt sem einatt er á Heklu. Miklu minni snjór var í fjöllum
þessa megin flóans; þeim megin er og undirlendi miklu minna, en
austanmegin, og sumstaðar varla neitt.
Sunnudag, 11. okt., vorum við um 40 mílur suðr af Nikulásar-vígi; var fagrt
land á hœgri hönd að sjá (sunnan og austan megin). Við urðum enn að beita
og miðaði lítið þann dag; við gátum séð yfir landið til beggja handa; var
það alt skógi þakið og meira undirlendi austan megin. Við lögðumst um
kvöldið undan bygð þeirri, er Munina heitir; þar eru nokkur býli.
Mánudag, 12. okt., var þoka og dimt uppi yfir; vér gátum því lítið á fram
haldið og lítið af landi séð. Regn um kvöldið.
Þriðjud., 13. okt. Vér höfðum austrströndina á hœgri hönd, en Kalgin-ey á
vinstri. Vér gátum lítið siglt áðr vér urðum að leggjast sakir rigningar,
myrkrs og andstreymis. Straumr er gríðar-harðr hér. Kalgin-ey er öll þakin
stórviðar-skógi.
Miðvikud., 14. okt., hélzt sama veðr. Náðum að leggjast undan Nikulásar-
vígi.
Fimtudag, 15. okt., var kalt, 32-33° Fahr. (um 0° á Réaumur) á þiljum uppi
um morguninn. Snjór féll um nóttina, en þó festi eigi á þiljum né á
jörðinni á landi. Þennan morgun var hreinviðri og fagrt haustveðr. Kl. 12,
15' e.m. fórum við frá skipi í inum litla gufubát, er við höfðum, og komum
á land í Nikulásar-vígi kl. 2. Komu skrælingjar á mót oss í skinnbátum; en
sumir biðu vor í fjörunni. Þar mœtti oss Wilson, amerískr maðr, er hefir
verzlun þar og umsjón yfir húsum þeim, er stjórnin á. Hann fylgdi oss ½
mílu austr til bygða skrælingja og útvegaði oss skrælingja einn fyrir
fylgdarmann. Buðum við honum að vera til taks næsta morgun er sól roðaði.
Wilson sagði oss að yfir undirlendið upp til fjalla væru 40 mílur, og mundi
það taka langan tíma, ef til vill hálfan mánuð, að fara þangað fram og
aftr, sakir þess að vegr væri illr og ógreiðfœr; en háskaför væri nú að
fara upp eftir Kaknu-á á skinnbát, þareð vatn væri svo lítið í ánni. Vér
höfðum tekið með oss vistir af skipinu, og fengum eitt af húsum
stjórnarinnar til íbúðar; hvorki var eldstó, ofn né stólar í húsinu; en vér
höfðum ullar-ábreiður og bjarnarfeldi nokkra, er Wilson léði oss.--Vér
hittum að máli Rússa einn; mælti hann tiltakanlega vel á enska tungu; hann
hefir verið í Alaska um nærfelt 20 ár; mest í Sitka og á Kadíak. Á yngri
árum hafði hann farið víðast um Ameríku; hann var gullnemi, og mátti það á
honum sjá. Hann sagði lítið um dýr og fugla í nágrenninu, fyrr en 10 mílur
frá; fœlast dýrin skot Vígis-manna. Þó var gnœgð þar af villigásum. Hann
sagði oss, að enginn sjófiskr gengi í Cooks-flóa; kemr það líklega til af
því, að svo mikið jökulvatn fellr í hann; svo er og botn leirugr og sjór
oftast gruggaðr af straumum eða vindi, er rótar upp sandi og gruggi frá
botninum. Lax fyllir öll vötn, ár og lœki á sumrin, og vegr frá 60 til 50
pund að meðallagi. Maðr getr staðið á bökkunum og stungið þá, og fengið svo
marga, sem maðr vill. Fyrsti lax kemr í byrjun apríl-mánaðar; er laxinn
beztr og feitastr ina fyrstu mánuði. Eigi fer hann burtu fyrri en í lok
You have read 1 text from Icelandic literature.
Next - Alaska - 5
  • Parts
  • Alaska - 1
    Total number of words is 4345
    Total number of unique words is 1629
    29.0 of words are in the 2000 most common words
    38.0 of words are in the 5000 most common words
    38.0 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 2
    Total number of words is 4450
    Total number of unique words is 1704
    29.6 of words are in the 2000 most common words
    36.4 of words are in the 5000 most common words
    36.4 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 3
    Total number of words is 3239
    Total number of unique words is 1265
    32.6 of words are in the 2000 most common words
    41.1 of words are in the 5000 most common words
    41.1 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 4
    Total number of words is 4397
    Total number of unique words is 1649
    31.0 of words are in the 2000 most common words
    39.7 of words are in the 5000 most common words
    39.7 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 5
    Total number of words is 4944
    Total number of unique words is 1798
    29.1 of words are in the 2000 most common words
    37.9 of words are in the 5000 most common words
    37.9 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 6
    Total number of words is 4867
    Total number of unique words is 1673
    27.1 of words are in the 2000 most common words
    35.4 of words are in the 5000 most common words
    35.4 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 7
    Total number of words is 1987
    Total number of unique words is 929
    32.6 of words are in the 2000 most common words
    40.6 of words are in the 5000 most common words
    40.6 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.