Alaska - 3

Total number of words is 3239
Total number of unique words is 1265
32.6 of words are in the 2000 most common words
41.1 of words are in the 5000 most common words
41.1 of words are in the 8000 most common words
Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
Með því þetta fylki varðar oss litlu eftir tilgangi kvers þessa, þá þykir
þetta nóg um það sagt að sinni.
2. _Aleuta-fylki._
Þetta fylki tekr yfir Aleuta-eyjarnar og Alíaska-skaga austr að 155° v.-l.
Sakir þess að Kadíak-eyjar eru skógi vaxnar þykja þær heldr heyra til
Sitka-fylki. Flestar eru eyjar þessar fjöllóttar, og eru sum þeirra fjalla
eldfjöll, og rjúka nokkur þeirra gufu eðr eim; milli fjallanna og sjávar
eru aflíðandi öldóttar hæðir og engi-vellir. Jarðvegrinn er feitr og frjór,
er það mold jurtakends efnis og dökkleitr eðr blakkr leir og hér og hvar
kalkkendr frjóleir (_mergel_). Sumstaðar hefir mosi gróið yfir, vætukendr,
og spillir jörðinni, "en það liggr hverjum í augum uppi, hversu auðvelt er
að útrýma honum" segir Dall. Sumstaðar er jarðvegrinn myndaðr af ösku og
affalli frá eldfjöllunum og er mest af þeim jarðvegi mjög frjósamt.
Loftslag er saggasamt, en milt. Chamisso segir að snjólínan liggi 3510
fetum yfir sjávar-flöt. Mesti kuldi, er menn þekkja til að komið hafi (á
eyjunni Unalāshka) segir faðir Veniamínoff sé 0° á Fahrenheit (= -14° 2
Réaumur), en mestr hiti +77 Fahr. (= +20° Réaum.)--Taflan, sem hér kemr,
sýnir hita á Unalāshka um 4 ár (1830, 31, 32, 33) og meðaltals-hita fimm
ára (1834 talið með):
Kl. 7 f.m. Kl. 1 e.m. Kl. 9 e.m.
Fahr. Réaum. Fahr. Réaum. Fahr. Réaum.
Ár:
1830 +35 +1.3 +38 +2.7 +34 +0.9
1831 +36 +1.8 +40 +3.5 +34 +0.9
1832 +39 +3.1 +42 +4.4 +38 +2.7
1833 +38 +2.7 +41 +4.0 +36 +1.8
Meðaltal um 5 ár +37 +2.2 +40.5 +3.7 +36 +1.8
Mestr hiti. Mestr kuldi.
Fahr. Réaum. Fahr. Réaum.
Ár:
1830 +77 +20.0 0 -14.2
1831 +64 +14.2 +7 -11.1
1832 +77 +20.0 +7 -11.1
1833 +76 +19.5 +5 -12.0
Meðaltal um 5 ár +77 +20.0 0 -14.2
Veðrlag, meðaltala um 7 ár:
Dagar
Jan. Febr. Marz. Apr. Maí. Júní.
Alheiðir, skýlausir (1) 11 9 3 4 2 6
Hálf-heiðríkir (2) 111 86 112 104 105 95
Alskýja (3) 95 103 102 102 104 109
Júlí. Ág. Sept. Okt. Nóv. Des. Als.
(1) 0 5 2 2 3 6 53
(2) 118 106 107 115 88 116 1263
(3) 99 106 101 100 119 95 1235
Þessar athuganir eru gjörðar að Iliúluk, Unalāshka, af inum velæruverða
föðr Innocentius Veniamínoff. Frá Október til Apríl segir hann vindar blási
mest frá norðri og vestri. Hitamælir stendr lægst í janúar og marz, en hæst
í júlí og ágúst. Loftþunga-mælir fellr og stígr milli 27.415 og 29.437
þumlunga, stígr með norðanátt, en fellr með sunnan-átt, stendr jafn-hæst í
desember og jafn-lægst í júlí.
Það er eigi ófróðlegt að bera hér saman þetta fylki af Alaska og annað
land, sem er því í öllu mjög líkt, en hefir nú verið undir rœkt um margar
aldir. Það sýnir, hvað mannleg elja með tilstyrk þeirrar mentunar, er
reynsla og þekking veitir, getr framkvæmt og til leiðar komið í landi, sem
er nálega jafn-kalt, fult svo rigningasamt og miklu gróðrlausara og
ófrjórra en Aleuta-fylkið í Alaska. Ég á við Hálöndin í Skotlandi og
eyjarnar í kring um Skotland, sem er svo þokusamt, að "skozk þoka" er að
orðtaki höfð um heim allan.
Dr. Graham af Aberfoyle segir (í Edinb. Encyclop., art. "Scotland," Vol.
XVI, p. 733 & seqq.) um vestrhlut Skotlands, að í Ayreshire sé mjög
vætusamt og saggasamt loftslag, en milt og temprað. I Renfrewshire eru
stór-rigningar tíðar; svo er og í Dumbartonshire. Argyllshire er
rigningasamasta pláss í Skotlandi.
"Fjalla-tindarnir háu," segir Dr. Graham, "draga eðlilega að sér gufuna,
sem stígr upp frá sjónum, og skýin þykna þangað til þau falla í straumum
niðr yfir dalina. Vetrnir eru mildir að mestu og tempraðir, en sumrin
einatt vætusöm og köld. Loftslag á Hjaltlandseyjum er líkt og á Orkneyjum.
Þó loftið sé hráslagalegt og saggasamt, fer þó mjög fjarri að það sé
óheilnæmt. Það rignír þar ekki stundum saman, heldr dögum og vikum saman,
þá er vindr blæs frá vestri," &c.
Þessi lýsing passar einmitt nákvæmlega uppá rigningasamasta plássið í
Aleuta-fylki.
Meðalhiti ársins í Norðr-Skotlandi er frá 42° til 48° á Fahrenheit (+ 4° 4
til 7° 1 á Réaumur). Í Aleuta-fylkinu í Alaska er meðalhiti ársins frá 36°
til 40° Fahr. (+ 1° 8 til + 3° 5 Réaum.). Á Hjaltlands-eyjum og Orkneyjum
er loftslag óblíðara talsvert og vætusamara.
Regnfall í Orkneyjum er 36.66 þuml; í Glasgow á Skotlandi er regnfallið 40
þuml.; í Ayreshire 42 þuml.; í Hvíthöfn 48 þuml.; í Restwick 67 þuml.; og í
Easthwaite 86 þuml. (_Encyclopædia Brittannica._) Ef mig minnir rétt, er
regnfallið í Reykjavík 34 þuml. Í Drymen í Sterlingshire á vestrströnd
Skotlands hafa dagar þeir, er regn fellr, verið taldir um 14 ár, og verðr
meðaltalan 205 regndagar á ári. Í Unalashka hefir þetta verið talið um 7
ár, og meðaltala regndaga þar er 150 dagar á ári (hver sá dagr, þá er regn
fellr, þótt lítið sé, er talinn regndagr). Séra Veniamínoff segir
regnfallið sé þar 27 þuml. Þetta ætlar Dall sé ef lítið, og gizkar á 40
þuml. í bók sinni; en síðar hefir hann sagt mér munnlega, að hann álíti nú,
að séra Veniamínoff muni hafa rétt að mæla.
Vér skulum nú stuttlega líta yfir afrakstr þessa lands, sem hefir loftslag
og regnfall svo líkt Aleuta-fylkinu; það getr bent á, hvers vænta megi með
tímanum af Aleuta-fylki, er það byggist, og það því fremr, sem jarðvegr er
þar frjórri en á Skotlandi.
Á næstu síðu er tafla sem sýnir afrakstr Hálanda á Skotlandi og eyjanna í
kring; er hún gjörð eftir opinberum skýrslum í "_Transactions of the
Highland and Agricultural Society of Scotland_," Vol. XV, 1856.--Það er
óþarfi að fara um töfluna mörgum orðum; tölur mæla oftast sjálfar máli sínu
furðu-vel.
Tafla yfir afrakstr og búnað á Hálöndum í Skotlandi og eyjunum í nánd.
|Fólkstal|Hveiti,bushel| Bygg | Hafrar |
| 1855 |1854 | 1855 | 1854 | 1855 | 1854 | 1855 |
-----------------------------------------------------------------------
Argyll | 1620 | 7315| 13394| 56795| 46819| 806395| 705375|
Arran | 152 | 4373| 4688| 1974| 619| 49139| 42154|
Caithness | 504 | 4644| 5607| 9549| 7609| 748215| 613799|
Inverness | 749 | 47573| 37814| 93100| 54957| 437584| 363176|
Orkneyjar og | 262 | 180| 393| 5727| 2746| 238728| 258789|
Zetland | 39 | | | | | | |
Ross og Cromatry | 873 |220179|233018|264112|204417| 620035| 493042|
Sutherland | 141 | 10183| 8885| 51936| 35759| 93637| 80136|
-----------------------------------------------------------------------
Alsendis | 4340 |294447|303799|483193|362726|2993733|2557871|
| Rúgr |Baunir og ertur| Næpur |
| 1854 | 1855 | 1854 | 1855 | 1854 | 1855 |
------------------------------------------------------------------
Argyll | 65144| 59093| 15147| 21641| 84907| 103444|
Arran | 7086| 4655| 4403| 3523| 6497| 4344|
Caithness | 98924| 56292|.......|.......| 143416| 120787|
Inverness | 23068| 22206| 2572| 5227| 84984| 73948|
Orkneyjar og | 108168| 105525| 342|.......| 39230| 42536|
Zetland | | | | | | |
Ross og Cromatry | 4104| 6167| 8273| 21834| 160145| 163834|
Sutherland | 1065| 2693|.......| 114| 32052| 29707|
------------------------------------------------------------------
Alsendis | 308059| 256631| 30737| 52339| 551231| 528600|
| Sœnskar | Kartöflur | Gulrófur,| Hvítkál,|
| næp., ekr. | | ekrur | ekr. |
|1854 | 1855 | 1854 | 1855 | 1854 |1855|1854|1855|
-------------------------------------------------------------------
Argyll | 28| 33| 10504| 26412| 24| 17| 23| 28|
Arran | 22| 10| 671| 1493| 4½| 4| 7| 5|
Caithness | 28|......| 8310| 5931| 0¼|....| 10| 9|
Inverness | 10| 17| 6519| 12176| 4| 2| 35| 26|
Orkneyjar og |.....| 2| 6532| 6261| 4| 4| 30| 35|
Zetland | | | | | 1| 1| 6| 7|
Ross og Cromatry | 23| 15| 17281| 20876| 4| 1| 9| 5|
Sutherland |.....|......| 1540| 1633| 2| 4| 3| 2|
-------------------------------------------------------------------
Alsendis | 111| 77| 51357| 74782| 43¾| 33| 123| 117|
|Hör, ekrur| Gras, ekrur |Hross |Nautfé| Sauðfé| Svín|
| 1854|1855| 1854 | 1855 | 1855 | 1855 | 1855 | 1855|
-----------------------------------------------------------------------
Argyll | 26| 15| 36151| 40303| 8512| 60378| 814029| 3458|
Arran | 12½|....| 3002| 2588| 2367| 3010| 25630| 360|
Caithness | 7| 15| 19043| 18076| 801| 14659| 60447| 1149|
Inverness | 2| 3| 15313| 14226| 3485| 24061| 567694| 1667|
Orkneyjar og | 1| 1| 4954| 8297| 2437| 8128| 10815| 1337|
Zetland |.....|....| 232| 535| | 1250| 5845| 50|
Ross og Cromatry | 3| 1| 19641| 20491| 4414| 16190| 288015| 4557|
Sutherland |.....|...1| 3936| 4446| 914| 3642| 200553| 550|
-----------------------------------------------------------------------
Alsendis | 49½| 36|102272|108962| 22930|131318|1973028|13128|
| Gripir als......2 140 404 |
Loftslagið á Skotlandi er svo líkt því, sem það er í Aleuta-fylkinu í
Alaska, að tvö lönd svo fjarlæg á hnettinum geta trauðlega líkari verið.
Austrströnd Skotlands er í skjóli fyrir vindunum og hafgufunni frá
Atlantshafi, þar eð fjöllin skýla fyrir að vestan; því er þar eigi svo
vætusamt sem á vestrströndinni, og meiri munr hita og kulda; að þessu leyti
svarar austrströndin á Cooks-flóa til austrstrandar Skotlands.
Íbúar þessa fylkis eru Aleutar, tryggir og námfúsir, en latir og
fyrirhyggjulausir. Þeir eru sjómenn góðir, en búslóðar; enda hafa Rússar
verið einu lærifeðr þeirra í búskap, og þá er nú ekki á verra von!
Eigi er timbr í fylki þessu annað en kjarr eitt; en allir ljúka upp um það
einum munni, að eigi sé annað að sjá, en að skógr hljóti að geta vaxið þar,
ef hann er gróðrsettr og hirtr. En í sumum inna beztu ríkja í álfu þessari
vex lítill sem engi skógr nema gróðrsettr sé. Mikill hluti Nebraska-ríkis
er skóglaus af náttúrunnar hendi; en mönnum verðr hér eigi svo mikið fyrir
að grœða skóga, og þáð enda svo, að muni til bóta á loftslagi í heilum
landsplássum.--Með því loftslag í þessu fylki er miklu mildara en í
Yukon-fylkinu, og þurrara en í mestum hlut Sitka-fylkis, þá blómgast grös
hér svo, að grasvöxtr verðr nærri meiri, en maðr óskar eftir, ef svo mætti
segja, þar sem maðr sumstaðar veðr alt að hæð sinni í grasi.
Svo er t.a.m. sagt um Unalāshka, að í nánd við Formanns-höfn (Captain's
Harbour) sé in mesta ofrgnœgð af grasi, en loftslag miklu betr fallið til
heyskapar en, á ströndum Oregon-ríkis. Naut á útigangi verða spikfeit, og
kjötið svo mjúkt og bragðgott, að fágæti er ef aligripir annarstaðar taka
því fram. Jörðin liggr af náttúrunnar hendi albúin undir plóginn. Þar sem
melr (_elymus_) grœr og þroskast, sem þar, af sjálfu sér þar er bágt að sjá
hví aðrar korntegundir skyldu eigi geta gróið og þroskazt, ef þær væru
yrktar umhyggjusamlega og haustsánar. Þess ber að gæta, að engin korntegund
ber nema hálfan ávöxt, og hann rýran, nokkurstaðar á ströndum Kyrra-
Hafsins, hvorki norðarlega né sunnarlega; nema sáð sé að haustinu til.[8]
Ertur vaxa viltar nálægt Unalāshka-firði, segir Davidson; er þar mesta
gnœgð af þeim. Það er sú tegund, er grasafrœðingar kalla _Lathyrus
maritimus_. Hún grœr hvervetna á syðri hlut austrstrandanna á Alíaska-
skaga, að því er Dall hefir munnlega sagt mér. Þess er í ritum getið að
talsvert grói af þessari tegund á einum stað á Kenai-skaga. Það liggr í
augum uppi að sú tegund sem grœr þannig vilt og umhirðingarlaus mundi gróa
eigi síðr í vel yrktri jörð með góðri pössun. Hún kvað gróa í Alaska víða
norðr að 64° n. br.
Það, sem sagt er um Unalāshka, gildir í engu síðr, nema fremr sé, um
eyjarnar fyrir vestan. Ymsar rófu-tegundir vaxa viltar á öllum þessum
eyjum; er gnœgð af þeim, og þær eru góðar átu. Svín, geitr og enda naut og
sauðir geta gengið sjálfala árið um í kring.
Það virðist óþarfi að fara orðum um, hvort kvikfjárrœkt muni hepnast í
þessu fylki, eða að bera það saman við Ísland; það getr hver gjört sjálfr
eftir að hann hefir þetta lesið.
3. _Sitka-fylki._
Þetta fylki nær frá takmarka-línu Alaska að sunnan, og nær yfir meginlandið
og eyjarnar norðr að Yukon-fylki og vestr að Aleuta-fylki; inni lykr það
því í sér Kadíak-eyjarnar og landið umhverfis Cooks-flóa.
Yfirborð landsins í þessu fylki er svo óslétt og fjöllótt sem framast má
verða. Að eins norðvestr-hluti þess inni lykr yrkjandi land að nokkrum mun.
Það eru reyndar blettir og blettir hér og hvar um syðra hlut þess, er vel
eru lagaðir til yrkingar. En mestmegnis er þó sá hluti fjöllóttr, og
fjöllin sæbrött mjög og undirlendislaus, en þakin skógum svo þykkum, að
varla er fœrt í gegn um þá, og ná þeir skógar frá ströndunum og upp eftir
fjöllunum 1500 fet yfir sjávarmál.
Sundin og djúpin milli Alexanders-eyjanna mynda þjóðvegi fylkisins, enda
eru það beztu þjóðvegirnir, sem orðið geta í fjöllóttu landi. Ekki þarf að
ryðja blessaðan sjóinn, ekki þarf að kosta stórfé í járnbrautir á hann, og
ekkert kostar að halda honum við. Alstaðar í þessu fylki er timbr svo
gnógt, sem nokkurstaðar ella á hnetti þessum, svo eldiviðrinn er eigi
kostbær fyrir gufubáta; enda eru kol nœg í fylkinu og kosta ekki annað en
að taka þau upp; ekki þarf að flytja þau né timbrið langt til skips; alt er
í flœðarmálinu.
Jarðvegrinn er mestmegnis frjómold af jurta-efni með undirlagi af sandleir
eða dökkleitam deigulmó. Jarðvegrinn umhverfis Cooks-flóa og á Kadíak-eyjum
er þessa eðlis; en þar er þó jarðvegrinn blandinn ösku-brunnum sandi, er
sjórinn hefir borið upp, og þykk sandleirs-lög undir, svo jarðvegrinn verðr
þar léttari, þurrari og enn frjóvari, og þannig betr lagaðr til yrkingar en
ella. Loftslagið í suðrhlut fylkísíns er mjög milt, en ótœklega vætusamt.
Regnfallið í Sitka er frá 60 til 95 þuml. árlega; og tala regndaga er frá
190 til 235. Á Kadíak og við Cooks-flóa mun regnfallið vera litið yfir 30
þuml. að meðallagi, ef það er svo hátt.
Veðrátta í Sitka frá 31. okt. 1867 til 31. okt. 1868:
Meðal-hiti. Heíðríkir Þyktloft,
Fahr. Réaum. Regnfall. dagar. dagar. Regndagar. Snjódagar.
Vor +42.6º + 4.7º 14.64 þuml 22 70 33 15
Samar +55.7º +10.6º 10.14 " 21 71 36 0
Haust +45.9º + 6.2º 28.70 " 19 72 44 5
Vetr +31.9º - 0.1º 14.59 " 44 47 21 6
Alt árið +44.07º + 5.4º 68.07 " 106 260 134 26
Mestr kuldi, sem kom það ár, var +11° Fahr. (-9° 3 Réaum.) Margra ára
rannsókn sýnir, að meðalhiti á vetrum er um +33° Fahr. (+0.4 Réaum.); er
það álíka og í Mannheimum við Rín, en heitara en í München, Vínar-borg eða
Berlinni. Það er sem næst áþekt sem í Washington, höfuðborg Banda-ríkjanna
(sem þó liggr 1095 mílum sunnar) og heitara en í New York, Philadelphia eðr
Baltimore.[9] En sagga-loftið og rigningarnar valda því að sumarið er miklu
kaldara í Sitka en á inum áðr nefndu stöðum.
Indíánar byggja á Alexanders-eyjum og ströndinni nálega norðr undir
Vilhjálms-grunn (Prince William Sound.) Þaðan af byggja Innuitar ströndina,
og Indíánar að eins upplandið. Við Cooks-flóa, á Kadíak og á suðrströnd
Alíaska-skaga hafa Innuitar dálitla viðburði til jarðrœktar.
Á Kadíak-ey og austanmegin við Cooks-flóa eru vetrar kaldari og sumur
þurrari og heitari en á Sitka. Þó eru mildari miklu vetrar á Kadíak, en við
Cooks-flóa. Sumartíðin er in bezta fyrir heyskap og gras gnœgða-gott og
mikið. Hafrar og bygg hefir yrkt verið við Cooks-flóa meðan Rússar áttu
landið. Skógar eru góðir og nœgir. I skýrslu nýlendu-nefndarinnar til
Rússa-keisara (Pétrsborg, 1863) er talið meðal afrakstrs við Cooks-flóa 180
000 pund af saltkjöti, 180 mæliker af berjum o.s.fr.; nú er lítið um yrkju
eðr afrakstr, með því fáir hvítir menn búa hér, síðan Rússar seldu landið
og drógu burt setulið sitt.--Dr. Kellogg segir um Kadíak: "Grös og grœnar
jurtir þekja fjöllin upp át hátinda. Sumarveðrið er hér ólíkt því, sem það
er í Sitka, og er vel fallið fyrir heyskap." Á vetrna er kuldinn eigi svo
hár á Kadíak, en jafn. Eftir að fer að frjósa helzt kuldinn jafnt og þétt
án snöggra veðrbreytinga. Ísinn á stöðuvatninu á Viðey (á höfninni í St.
Paul á Kadíak) er orðinn tólf þumlunga þykkr, þegar vel er, í lok desember
eðr byrjun janúar, þykknar svo í janúar og febrúar, og hefir, þegar bezt
lætr, náð 18 þuml. þykt í lok febrúarmánaðar. Mesti kuldi, sem menn vita
komið hafa á Kadíak, er -18° Fahr. (-22° Réaum.); og hefir það borið við
einu sinni, svo menn hafi sögur af: þá þyknaði ísinn um 1½ þumlung á
sólarhring, og er það inn hraðasti vöxtr, sem hann hefir haft svo menn
viti.
Lisiansky[10] getr þess, að byggi hafi sáð verið á Kadíak 1804, og hafði
það þroskazt víðast hvar. En "ið vætusama og heiðríkju-litla veðr, sem eigi
er holt akryrkju, veldr því að korntegundir þurfa hér pössunarsemi og
hirðu--en það eru kostir, sem innlendir menn hér hafa eigi til að bera."
"Hvort veðrið er bjart eðr þykt, kemr alsendis undir veðrstöðunni. Veðr er
fagrt er vindar blása frá suðri, suðvestri, vestri, norðvestri eða norðri;
en alt hvað vindar eru austanstœðari en hánorðr eðr hásuðr, veldr það þokum
og rigningum. Í desember-mánuði var veðrið fremr milt, þó vindr væri á
norðan. Hitamælir vísaði aldrei lægra en +38° Fahr. (+2° 7 Réaum.) þar til
24. desbr.; þá féll hann til +26° Fahr. (-2° 7 Réaum.). Þá féll snjór á
jörð, og hélzt hann um nokkra mánuði. Eigi er þó talið að vetr byrji
reglulega fyrri en með janúar. Meðan vetr stóð yfir var loft alt af þurt og
hreint (að frá teknum fám dögum í febrúar) og vindar léku milli suðvestrs
og vestrs. Mestr kuldi var 22. janúar, þá féll hitamælir niðr á 0° Fahr.
(-14° 2 Réaum.) Síðustu dagar í febrúar og fyrstu dagar í marz voru og svo
kaldir, að hitamælir féll niðr á milli 13° og 14° Fahr. (-8° til 8° 4
R.)--Um þessa daga mældi ég þykt íssins á vatninu í Viðey, og var hún 18
þuml.--9. marz byrjaði vorið." [Lisiansky, 171. bls.] "Vetrinn, sem ég
dvaldi hér, var þurrari en í meðallagi." (Sami, 190. bls.) "Dagana, sem vér
dvöldum á Kadíak, frá 26. til 31. ágúst (1867), var meðalhiti loftsins 49°
5 F. (+7° 8 R.), og sjóarins 45° 8 F. (+6° R.)" (Davidson: "_Coast Pilot of
Alaska_," Washington, D.C., 1869, 27. bls.)
_Veðr-tafla_, dregin saman úr dagbók, haldinni á Kadíak-ey 1/10 1872 til
30/9 1873.
| Meðalhiti | Mestr hiti. |
Mánuðir | Klukkan | Klukkan |
1872-73 |8.f.m|12.m.|6.e.m|Medaltal|8.f.m|12.m.|6.e.m|
---------------------------------------------------------
Október R|+ 2.7|+ 5.3|+ 4.4| + 4.1|+ 6.2|+ 8.0|+ 7.1|
F| 38.1| 43.9| 42.0| 41.3| 46. | 50. | 48. |
Nóvember R|+ 1.6|+ 4.4|+ 2.3| + 2.7|+ 5.3|+ 6.2|+ 6.2|
F| 35.7| 42.1| 37.2| 38.3| 44. | 46. | 46. |
Desember R|+ 0.3|+ 1.0|+ 0.8| + 0.7|+ 4.4|+ 5.3|+ 4.9|
F| 32.7| 34.3| 33.7| 33.6| 42. | 44. | 43. |
Janúar R|- 4.1|- 3.3|- 3.2| - 3.5|+ 2.7|+ 4.4|+ 6.2|
F| 22.8| 24.5| 24.7| 24.0| 38. | 42. | 46. |
Febrúar R|- 2.1|- 0.1|- 1.0| - 1.1|+ 2.7|+ 3.5|+ 5.3|
F| 27.2| 31.8| 29.8| 29.6| 38. | 40. | 44. |
Marz R|- 4.8|- 1.8|- 1.8| - 2.8| 0.0|+ 1.8|+ 1.8|
F| 21.2| 28.0| 27.9| 25.7| 32. | 36. | 36. |
Apríl R|+ 0.7|+ 3.5|+ 2.8| + 2.3|+ 3.5|+ 8.0|+ 8.9|
F| 33.5| 40.0| 38.5| 37.3| 40. | 50. | 52. |
Maí R|+ 3.4|+ 5.5|+ 4.9| + 4.6|+ 4.4|+ 9.8|+11.5|
F| 39.7| 44.5| 43.0| 42.4| 42. | 54. | 58. |
Júní R|+ 6.6|+10.4|+10.2| + 9.1|+10.7|+16.9|+16.9|
F| 46.9| 55.3| 55.1| 52.4| 56. | 70. | 70. |
Júlí R|+ 9.8|+13.0|+13.2| +12.0|+10.7|+16.9|+17.8|
F| 54.0| 61.2| 61.8| 59.0| 56. | 70. | 72. |
Ágúst R|+ 9.3|+13.5|+13.9| +12.2|+11.5|+16.0|+16.9|
F| 53.0| 62.4| 63.2| 59.5| 58. | 68. | 70. |
September R|+ 7.1|+ 9.8|+ 9.0| + 8.6|+ 8.0|+11.5|+10.7|
F| 47.9| 54.1| 52.2| 51.4| 50. | 58. | 56. |
---------------------------------------------------------
Alt árið R|+ 2.5|+ 5.1|+ 4.6| + 4.1|+11.5|+16.9|+17.8|
F| 37.7| 43.5| 42.4| 41.2| 58. | 70. | 72. |

| Minstr hiti |
Mánuðir | Klukkan |
1872-73 |8.f.m|12.m.|6.e.m|Heidríkir|
| dagar |
----------------------------------------
Október R|- 2.7| 0.0| 0.0|\ 13½ |
F| 26. | 32. | 32. |/ |
Nóvember R|- 1.8| 0.0| 0.0|\ 13 |
F| 28. | 32. | 32. |/ |
Desember R|-10.7|- 8.0|- 8.9|\ 8½ |
F| 8. | 14. | 12. |/ |
Janúar R|-10.7|- 9.8|- 9.8|\ 11½ |
F| 8. | 10. | 10. |/ |
Febrúar R|-10.7|-10.7|-11.5|\ 11 |
F| 8. | 8. | 6. |/ |
Marz R|- 9.8|- 8.0|- 7.1|\ 16½ |
F| 10. | 14. | 16. |/ |
Apríl R|- 3.5|- 1.8|- 2.2|\ 11½ |
F| 24. | 28. | 27. |/ |
Maí R|+ 0.9|+ 2.7|+ 1.8|\ 8 |
F| 34. | 38. | 36. |/ |
Júní R|+ 3.5|+ 7.1|+ 6.2|\ 16 |
F| 40. | 48. | 46. |/ |
Júlí R|+ 8.0|+ 9.8|+ 8.9|\ 15 |
F| 50. | 54. | 52. |/ |
Ágúst R|+ 7.1|+ 9.8|+ 9.8|\ 21 |
F| 48. | 54. | 54. |/ |
September R|+ 4.4|+ 8.0|+ 7.1|\ 5 |
F| 42. | 50. | 48. |/ |
Alt árið R|-10.7|-10.7|-11.5|\ 150½ |
F| 8. | 8. | 6. |/ |

1872-73 | Skýjað loft |
| Úrkoma |Urkomu-|Dagar| Meðalhiti |
|Snjór|Regn.| laust | als.| árstiða. |
------------------------------------------------------
Október R| 2 | 8 | 7½ | 31 |\ |
F| | | | | \ |
Nóvember R| 2 | 8 | 7 | 30 | Haust: 37.7 |
F| | | | | (= +2.5) |
Desember R| 4 | 11 | 7½ | 31 | / |
F| | | | |/ |
Janúar R| 8 | 1 | 10½ | 31 |\ |
F| | | | | \ |
Febrúar R| 8½ | 3½ | 5 | 28 | Vetr: 26.4 |
F| | | | | (= -2.5) |
Marz R| 7 | 0 | 7½ | 31 | / |
F| | | | |/ |
Apríl R| 2 | 6 | 10½ | 30 |\ |
F| | | | | \ |
Maí R| 1 | 16 | 6 | 31 | Vor: 44.0 |
F| | | | | (= +5.3) |
Júní R| 0 | 3 | 11 | 30 | / |
F| | | | |/ |
Júlí R| 0 | 5 | 11 | 31 |\ |
F| | | | | \ |
Ágúst R| 0 | 3 | 7 | 31 | Sumar: 56.6 |
F| | | | | (= +11.0) |
September R| 0 | 8 | 17 | 30 | / |
F| | | | |/ |
------------------------------------------------------
Alt árið R|34½ |72½ | 107½ | 365 |\ +4.1 |
F| | | | |/ 41.2 |
Vér sjáum af þessari töflu enn fremr, að af öllum dögum ársins eru 150½
heiðríkir, en 214½ dagr hafa skýjað eðr þykt loft (þ.e.: meira en hálfan
himin skýjaðan); af þessum 214½ skýjuðu dögum eru 107 úrkomu-dagar (regn
eða snjór), en 107½ úrkomu-lausir. Þannig verða als á árinu 107 úrkomu-
dagar, en 258 úrkomu-lausir (heiðríkir og skýjaðir). Þetta ár (1. okt. 1872
til 30. sept. 1873.) sýnir einmitt meðal-ár á Kadíak. Veðrtafla, sem þeir
Ólafr og Páll hafa sent yfir nóvember og hálfan desember 1874, sýnir mjög
áþekt veðrlag um þann tíma sem um tilsvarandi tíma hér í töflunni.
Mesta auðlegð suðrhluta þessa fylkis er falin í timbrinu. Hér skal nefna
nokkrar inar helztu trjátegundir, og eru þær taldar í þeirri röð, sem þær
hafa eftir verði sínu, inar dýrmætustu fyrst o.s.frv.
GULR SEDRUS-VIÐR (_Chamœcyparís nutkatensis_).--Þetta er inn dýrmætasti
viðr, sem vex nokkurstaðar á ströndum Kyrra Hafsins; hann er smágjör í sér
og þéttr, allharðr og frábærlega endingargóðrog hefir sœtan ylm. "Enginn
viðr jafnast við hann til skipsmíða; hann er svo léttr, þéttr, auðunninn og
dœmalaust endingargóðr." (Kellogg.) Hann vex hvergi nema í Alaska, og er in
eina viðartegund á ströndum Kyrra Hafsins, sem er góðr efniviðr í skip. Ef
menn gæta þess, að öll skip, sem nú eru bygð á Kyrra Hafs ströndum
(mestmegnis úr Oregon-greni) verða að svara talsvert hærra ábyrgðar-gjaldi
en vanalegt er, og fá að-eins ábyrgð um stuttan tíma, þá bendir það
ljóslegar, en nokkur löng rakaleiðsla, til þess, hverja þýðing þessi viðr
hlýtr að fá fyrir sjóverzlunina á öllum Kyrra Hafs ströndum, þá er menn
fara að byggja Alaska og nota viðinn. Efniviðr í skip er og verðr ávalt
mjög útgengileg og arðsöm vara til að selja í öllum ríkjum við Kyrra Hafið.
Þvermál sedrustrjánna hér er venjulega frá 3 til 5 feta, en nær þó stundum
alt að 8 fetum.
SKRÚÐFURA eða HVÍTGRENI (_SPRUCE_, _Abies Sitkensis_).--Þessi viðr er vel
kunnr í timbrverzluninni á Kyrra Hafs ströndunum nú; hann er hár og bolrinn
þráðbeinn. Það er góðr viðr, þó eigi jafnist hann við sedrusviðinn.
FURA (_HEMLOCK_, _Abies mertensiana_).--Þessum viði er oft blandað saman
við inn siðast nefnda. Sumir grasafrœðingar álíta það sé aðeins afbrigði af
sömu tegund. Timbrkaupmenn blanda þeim oft saman; og er þó skrúðfuran
endingar-betri.
BALSAM-FURA (_Abies Canadensis_).--Viðrinn sjálfr er lélegr, en börkrinn af
honum og inum síðast nefnda við er hafðr til að barka (garfa) leðr með.
Balsamið hafa læknar til meðala, og listamenn nota það einnig.
SKRUBB-GRENI (_SCRUB PINE_, _Pinus contorta_).--Þessi viðr verðr sjaldan
hærri en 40 fet af heilvöxnum bol, og 18 fet að gagnmáli.
Júníper og ýms önnur tré, er minna þykir um vert, vaxa og í þessu fylki.
(Um Kadíak er meira sagt í skýrslu sendi-nefndarinnar.)
Flestallar þær berja-tegundir, sem vaxa í Yukon-fylkinu, eru og algengar í
Aleuta-fylkinu og norðvestr-hlut Sitka-fylkis.
Um syðri hlut Sitka-fylkis segir Dall: "Það er eigi unt að hugsa sér betra
skógland; alstaðar eru samgöngur og flutningsvegir auðveldir á sjónum, og
fjöllinn svo brött, að eigi þarf annað, en að slá bjálkum úr lélegasta
timbrinu undir viðar-flekana og setja þá á stað (um vetrartímann), og renna
þeir þá sjálfkrafa niðr fannirnar til sjóar."
"Margt hefir verið ritað um Alaska af mönnum, sem ekkert þektu til, og eru
því rit þeirra þar eftir--hégóminn einber."
"Þar sem ríkið Massachusetts[11] hefir frá upphafi sínu til þessa dags
ALDREI FLUTT ÚT til annara ríkja ANNAN AFRAKSTR AF LANDI SÍNU, EN ÍS OG
GRJÓT,[12] þá getum vér vænzt með tímanum að fá inn flutt frá Alaska
skipavið, smjör, ost, ull og alskonar kjötmeti; og þar sem ýmsar berja-
tegundir eru nú fluttar þaðan til San Francisco, þá má ætla að fleiri
ávextir bœtist þar við." [Dall.]
* * * * *
V. KAFLI.
STEINA OG MALMA TEGUNDIR.
Því er miðr, að hvorki er hér rúm til að skýra frá jarðarfrœði Alaska, enda
mun mentun flestallra lesenda þessa kvers vera á því stigi, að þeir hefðu
þess lítil not; ég verð líka að játa vankunnáttu mína í þessu efni svo
You have read 1 text from Icelandic literature.
Next - Alaska - 4
  • Parts
  • Alaska - 1
    Total number of words is 4345
    Total number of unique words is 1629
    29.0 of words are in the 2000 most common words
    38.0 of words are in the 5000 most common words
    38.0 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 2
    Total number of words is 4450
    Total number of unique words is 1704
    29.6 of words are in the 2000 most common words
    36.4 of words are in the 5000 most common words
    36.4 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 3
    Total number of words is 3239
    Total number of unique words is 1265
    32.6 of words are in the 2000 most common words
    41.1 of words are in the 5000 most common words
    41.1 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 4
    Total number of words is 4397
    Total number of unique words is 1649
    31.0 of words are in the 2000 most common words
    39.7 of words are in the 5000 most common words
    39.7 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 5
    Total number of words is 4944
    Total number of unique words is 1798
    29.1 of words are in the 2000 most common words
    37.9 of words are in the 5000 most common words
    37.9 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 6
    Total number of words is 4867
    Total number of unique words is 1673
    27.1 of words are in the 2000 most common words
    35.4 of words are in the 5000 most common words
    35.4 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.
  • Alaska - 7
    Total number of words is 1987
    Total number of unique words is 929
    32.6 of words are in the 2000 most common words
    40.6 of words are in the 5000 most common words
    40.6 of words are in the 8000 most common words
    Each bar represents the percentage of words per 1000 most common words.